Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

354. fundur 12. september 2016 kl. 09:00 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Fulltrúar frá Austurbrú koma til fundar við bæjarráð kl. 11:00 vegna málsins Egilsstaðaflugvöllur og áfangastaðurinn Austurland.

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir nokkra liði úr rekstri sveitarfélagsins og kynnti fyrir fundarmönnum.

2.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2016

Málsnúmer 201609017

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 7. september, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með upplýsingum um væntanlega fjármálaráðstefnu 22.- 23. september.

Samþykkt að bæjarráð ásamt bæjarstjóra og fjármálastjóra sæki ráðstefnuna sem fulltrúar Fljótsdalshéraðs og skrifstofustjóra falið að sjá um skráningu á ráðstefnuna.

3.Áhrif Kárahnjúkavirkjunar á vatnsborð og grunnvatn á láglendi á Héraði

Málsnúmer 201210107

Lagt fram bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem fram kemur að kæru Fljótsdalshéraðs á ákvörðun Orkustofnunar frá 9. apríl 2014 um að synja kröfu sveitarfélagsins um endurupptöku á málsmeðferð varðandi skilmála virkjunarleyfa Kárahnjúka- og Lagarfossvirkjana hafi verið vísað frá á grundvelli þess að Fljótsdalshérað ætti ekki að því kæruaðild. Jafnframt kom fram að kæran hafi verið framsend atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu til úrskurðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma framkomnum upplýsingum á framfæri við stjórn Félags landeigenda við Lagarfljót.
Bæjarráð lýsir yfir vonbrigðum með hversu langan tíma málsmeðferð nefndarinnar tók, eða frá því í maí 2014, ekki síst með tilliti til þess að málið var á endanum afgreitt, án þess að fá efnislega meðferð hjá nefndinni.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2016

Málsnúmer 201609021

Lögð fram fundarboð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2016, sem haldinn verður 21. september n.k.

Bæjarráð samþykkir að bæjarstjóri sæki ársfundinn fyrir hönd Fljótsdalshéraðs.

5.Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2016

Málsnúmer 201609023

Lögð fram fundarboð á aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður 21. september 2016.

Bæjarráð samþykkir að Björn Ingimarsson bæjarstjóri og Stefán Bogi Sveinsson sæki aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga fyrir hönd sveitarfélagsins.
Björn fari með atkvæði sveitarfélagsins á fundinum og Stefán Bogi til vara.
Jafnframt samþykkir bæjarráð að tilnefna Stefán Boga Sveinsson sem fulltrúa í stjórn samtakanna.

6.Almenningssamgöngur fyrir nemendur Hússtjórnarskólans á Hallormsstað

Málsnúmer 201508080

Sigrún Blöndal vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa máls.

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir óskir skólameistara Handverks- og hússtjórnarskólans, varðandi almenningssamgöngur milli skólans og Egilsstaða á komandi vetri og kynnti líklegan kostnað við verkefnið.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningum um akstur einu sinni í viku, sbr. óskir skólameistara. Kostnaður verði færður á lið 10710, almenningssamgöngur.

7.Egilsstaðaflugvöllur og áfangastaðurinn Austurland

Málsnúmer 201410144

Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdastjóri Austurbrúar mætti til fundar og fór yfir hvernig til tókst á liðnu sumri, varðandi beint flug milli London og Egilsstaða. Einnig fór hún yfir stöðu verkefnisins, Áfangastaðurinn Austurland. Jafnframt svaraði hún spurningum fundarmanna varðandi þessi verkefni og stöðu þeirra.
Að lokinni góðri yfirferð yfir málið, var Jónu þökkuð koman og veittar upplýsingar.

Fundi slitið - kl. 11:30.