Atvinnumálasjóður,umsóknir 2015

Málsnúmer 201503019

Atvinnu- og menningarnefnd - 15. fundur - 09.03.2015

Fyrir liggja umsóknir til Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs, en umsóknarfrestur rann út 1. mars 2015. Umsóknirnar verða teknar til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 16. fundur - 23.03.2015

Fyrir liggja sjö umsóknir til Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs, en umsóknarfrestur rann út 1. mars 2015. Samtals var sótt um styrki að upphæð kr. 11.945.000 en 2.200.000 voru til úthlutunar.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni hljóti styrk úr Atvinnumálasjóði:

Ormurinn langi, leiðsögð gönguferð um gamla þorpið á Egilsstöðum. Umsækjandi Sigríður Lára Sigurjónsdóttir. Styrkupphæð kr. 200.000.

Ræktun hafþyrnis. Umsækjandi Jana Janickova. Styrkupphæð kr. 200.000.

Rekstrar- og markaðsrannsókn vegna stofnunar bruggverksmiðju. Umsækjandi Karl S. Lauritzson. Styrkupphæð kr. 800.000.

Viðarkurlari. Umsækjandi Félag skógarbænda á Héraði. Styrkupphæð kr. 300.000.

Gerð viðskipta- og kostnaðaráætlunar vegna Ylstrandar. Umsækjandi Ylströndin ehf. Styrkupphæð kr. 300.000.

Menningartengd ferðaþjónusta á Mjóanesi. Umsækjandi Elsa Björg Reynisdóttir. Styrkupphæð kr. 400.000.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 214. fundur - 01.04.2015

Fyrir lágu sjö umsóknir til Atvinnumálasjóðs Fljótsdalshéraðs, en umsóknarfrestur rann út 1. mars 2015. Samtals var sótt um styrki að upphæð kr. 11.945.000 en 2.200.000 voru til úthlutunar.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að eftirfarandi verkefni hljóti styrk úr Atvinnumálasjóði:

Ormurinn langi, leiðsögð gönguferð um gamla þorpið á Egilsstöðum. Umsækjandi Sigríður Lára Sigurjónsdóttir. Styrkupphæð kr. 200.000.

Ræktun hafþyrnis. Umsækjandi Jana Janickova. Styrkupphæð kr. 200.000.

Rekstrar- og markaðsrannsókn vegna stofnunar bruggverksmiðju. Umsækjandi Karl S. Lauritzson. Styrkupphæð kr. 800.000.

Viðarkurlari. Umsækjandi Félag skógarbænda á Héraði. Styrkupphæð kr. 300.000.

Gerð viðskipta- og kostnaðaráætlunar vegna Ylstrandar. Umsækjandi Ylströndin ehf. Styrkupphæð kr. 300.000.

Menningartengd ferðaþjónusta á Mjóanesi. Umsækjandi Elsa Björg Reynisdóttir. Styrkupphæð kr. 400.000.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir framangreinda tillögu atvinnu- og menningarnefndar að úthlutun styrkja úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs árið 2015.

Samþykkt með 8 atkvæðum, en 1 var fjarverandi (SBS)