Fyrirhuguð olíuleit og -vinnsla á Drekasvæðinu

Málsnúmer 201208032

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 256. fundur - 14.05.2014

Bæjarráð fagnar yfirlýsingu Eykon Energy um að velja Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað sem þjónustumiðstöð fyrir væntanlega rannsóknir á Drekasvæðinu. Þessi ákvörðun felur í sér mikil tækifæri fyrir atvinnulífið á Austurlandi og ekki síst Egilsstaðaflugvöll. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgjast með framvindu málsins í gegnum samstarfsvettvang sveitarfélaganna.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 197. fundur - 21.05.2014

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn fagnar yfirlýsingu Eykon Energy um að velja Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað sem þjónustumiðstöð fyrir væntanlegar rannsóknir á Drekasvæðinu. Þessi ákvörðun felur í sér mikil tækifæri fyrir atvinnulífið á Austurlandi og ekki síst Egilsstaðaflugvöll.
Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að fylgjast með framvindu málsins í gegnum samstarfsvettvang sveitarfélaganna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Ragnhildur Rós Indriðadóttir lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd bæjarfulltrúa L-lista:
Ekki veitir af aukinni atvinnuuppbyggingu á Austurlandi og nýjum tækifærum ber að fagna. Þó þarf að hafa í huga að hún hafi ekki áhrif á lífsskilyrði barna okkar og alls lífs á jörðinni. Ljóst er að hnatthlýnun og súrnun sjávar ógnar framtíð lífs á jörðinni og því ber að fara afskaplega varlega í þá atvinnuuppbyggingu sem stuðlar að slíku. Allir jarðarbúar verða að leggjast á eitt að snúa þessari þróun við og ekki hvað síst við sem höfum það betra en flestir aðrir.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 260. fundur - 14.07.2014

Bæjarstjóri gerði grein fyrir fundum sem hann hefur átt að undanförnu með fulltrúa handhafa rannsóknarleyfa, bæjarstjóra Fjarðabyggðar og fulltrúum ISAVIA, þar sem rædd hafa verið ýmis mál er tengjast framtíðaruppbyggingu og þróun í tengslum við verkefnið. M.a. er horft til þess að sveitarfélögin standi fyrir ráðsstefnu á haustmánuðum með áherslu á verkefnið auk þess sem horft er til þess að taka þátt í samskiptum erlendis sem þykja til þess fallin að vera verkefninu til framdráttar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að verkefninu í samræmi við umræðu á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 15. fundur - 09.03.2015

Á fundinn undir þessum lið mætti Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri hjá Fjarðabyggð og gerði grein fyrir stöðu verkefnisins um olíuleit- og vinnslu á Drekasvæðinu, en sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshéraðs standa saman að því.
Ástu er að lokum þökkuð greinargóð kynning.