Flöggun íslenska fánans á fánastöngum í Tjarnargarðinum.

Málsnúmer 201506146

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 301. fundur - 29.06.2015

Lögð fram hugmynd að mögulegum dögum og tilefnum sem gætu verið "fánadagar" sveitarfélagsins og hvernig að verkinu yrði staðið. Þar er fyrst og fremst verið að horfa til fánastanganna sem staðsettar eru í Tjarnargarðinum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og skrifstofustjóra að útfæra hugmyndina frekar og leggja hana síðar fyrir bæjarráð.