Íbúðalánasjóður: Sala eignasafna

Málsnúmer 201411020

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 273. fundur - 10.11.2014

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Ágústi Kr. Björnssyni, dags. 3. nóv. 2014, f.h. Íbúðalánasjóðs, með kynningarefni vegna sölu eignasafna Íbúðalánasjóðs.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 301. fundur - 29.06.2015

Bæjarráð undrast mjög þá tregðu sem virðist vera hjá Íbúðarlánasjóði við að koma óráðstöfuðum eignum á Egilsstöðum í sölu eða leigu. Nú þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði, er hart til þess að vita að þarna standa enn nokkrar íbúðir tómar sem Íbúðarlánasjóður setur ekki út á markað. Bæjarráð hvetur Íbúðalánasjóð til að koma umræddum eignum sem fyrst út á sölu- og leigumarkað til fullrar nýtingar.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hafa samband við Íbúðarlánasjóð og óska eftir því að fasteignir í þeirra eigu á Egilsstöðum verði auglýstar til sölu, eða leigu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Bæjarstjórn undrast mjög þá tregðu sem virðist vera hjá Íbúðalánasjóði við að koma óráðstöfuðum eignum á Egilsstöðum í sölu eða leigu. Nú þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði, er hart til þess að vita að þarna standa enn nokkrar íbúðir tómar sem Íbúðalánasjóður setur ekki út á markað. Bæjarstjórn hvetur Íbúðalánasjóð til að koma umræddum eignum sem fyrst út á sölu- og leigumarkað til fullrar nýtingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að hafa samband við Íbúðalánasjóð og óska eftir því að fasteignir í þeirra eigu á Egilsstöðum verði auglýstar til sölu, eða leigu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 305. fundur - 10.08.2015

Lagt fram svar Íbúðalánasjóðs við fyrirspurn bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs frá 2. júlí 2015.

Fram kemur meðal annars að af 51 eign Íbúðalánasjóðs á Egilsstöðum eru 39 íbúðir í útleigu og alls hefur
sjóðurinn nú samþykkt kauptilboð í 46 íbúðir.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 315. fundur - 19.10.2015

Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði, dags. 8. okt. 2015, þar sem sveitarfélögum er boðið til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjóri fundir með fulltrúum Íbúðarlánasjóðs um málið.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 21.10.2015

Í bæjarráði var lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði, dags. 8. okt. 2015, þar sem sveitarfélögum er boðið til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Að tillögu bæjarráðs leggur bæjarstjórn til að bæjarstjóri fundi með fulltrúum Íbúðarlánasjóðs um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.