Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Ágústi Kr. Björnssyni, dags. 3. nóv. 2014, f.h. Íbúðalánasjóðs, með kynningarefni vegna sölu eignasafna Íbúðalánasjóðs.
Bæjarráð undrast mjög þá tregðu sem virðist vera hjá Íbúðarlánasjóði við að koma óráðstöfuðum eignum á Egilsstöðum í sölu eða leigu. Nú þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði, er hart til þess að vita að þarna standa enn nokkrar íbúðir tómar sem Íbúðarlánasjóður setur ekki út á markað. Bæjarráð hvetur Íbúðalánasjóð til að koma umræddum eignum sem fyrst út á sölu- og leigumarkað til fullrar nýtingar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hafa samband við Íbúðarlánasjóð og óska eftir því að fasteignir í þeirra eigu á Egilsstöðum verði auglýstar til sölu, eða leigu.
Bæjarstjórn undrast mjög þá tregðu sem virðist vera hjá Íbúðalánasjóði við að koma óráðstöfuðum eignum á Egilsstöðum í sölu eða leigu. Nú þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði, er hart til þess að vita að þarna standa enn nokkrar íbúðir tómar sem Íbúðalánasjóður setur ekki út á markað. Bæjarstjórn hvetur Íbúðalánasjóð til að koma umræddum eignum sem fyrst út á sölu- og leigumarkað til fullrar nýtingar.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að hafa samband við Íbúðalánasjóð og óska eftir því að fasteignir í þeirra eigu á Egilsstöðum verði auglýstar til sölu, eða leigu.
Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði, dags. 8. okt. 2015, þar sem sveitarfélögum er boðið til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins. Bæjarráð leggur til að bæjarstjóri fundir með fulltrúum Íbúðarlánasjóðs um málið.
Í bæjarráði var lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði, dags. 8. okt. 2015, þar sem sveitarfélögum er boðið til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins.
Eftirfarandi tillaga lögð fram. Að tillögu bæjarráðs leggur bæjarstjórn til að bæjarstjóri fundi með fulltrúum Íbúðarlánasjóðs um málið.