Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

315. fundur 19. október 2015 kl. 09:00 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir samskipti við eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga og munu hann og fjármálastjóri verða áfram í samskiptum við nefndina og senda upplýsingar líkt og verið hefur.

Einnig fór Björn yfir verðmat á lausamunum í Hallormsstaðaskóla, sem sveitarfélögin hafa komið sér saman um og staðfesti bæjarráð það fyrir sitt leyti.

Björn greindi frá viðræðum við forsvarsmenn Þjóðskrár og ræddi mat á vatnsréttindum Jökulsár á Dal og mögulegar útfærslur á álagningu fasteignaskatts á þau, í kjölfar dóms Hæstaréttar í málinu.

2.Fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201504075

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir samantekt sína á fjárhagsáætlunum nefnda og stofnana fyrir árið 2016 eins og þær liggja nú fyrir og hann hefur tekið saman. Einnig fór hann sérstaklega yfir skatttekjuspá næsta árs og bar saman við tekjuspá Sambands Ísl. sveitarfélaga, sem barst nýlega.

3.Fundargerð 195.stjórnarfundur HEF

Málsnúmer 201510075

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir stjórnar SSA.

Málsnúmer 201507008

Fundargerðir 14. og 15. fundar fráfarandi stjórnar og 1. fundur nýrrar stjórnar SSA lagðar fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.

5.41.fundargerð stjórnar Brunavarna á Austurlandi.

Málsnúmer 201510095

41. fundargerð stjórnar Brunavarna á Austurlandi lögð fram til kynningar.

6.Sveitarstjórnarstigið á 21.öldinni

Málsnúmer 201509046

Lagt fram boð á ráðstefnu 26. október 2015. Fram kom að Sigrún Blöndal mun sækja ráðstefnuna sem formaður SSA.

7.Móttaka flóttafólks

Málsnúmer 201508099

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Guðrúnu Frímannsdóttur félagsmálastjóra sem tengilið sveitarfélagsins við samstarfsteymi Sambandsins um málefni flóttamanna og innflytjenda. Jafnframt óskar bæjarráð eftir því að formaður félagsmálanefndar sæki kynningarfund í Velferðarráðuneytinu 23. okt. vegna móttöku flóttamanna.

8.Íbúðalánasjóður: Sala eignasafna

Málsnúmer 201411020

Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði, dags. 8. okt. 2015, þar sem sveitarfélögum er boðið til viðræðna um kaup á fasteignum í eigu sjóðsins.
Bæjarráð leggur til að bæjarstjóri fundir með fulltrúum Íbúðarlánasjóðs um málið.

9.Rótarýklúbbur Héraðsbúa 50 ára

Málsnúmer 201510094

Lagt fram bréf frá Rótarýklúbbi Héraðsbúa, dags. 13. okt. 2015, þar sem bæjarstjórnarfulltrúum er boðið til opins klúbbfundar á afmælisdaginn 22. október, í Valaskjálf.

Bæjarráð þakkar boðið og hvetur bæjarfulltrúa að þekkjast boð Rótarýklúbbsins og mæta á fundinn.

10.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015 til 2016.

Málsnúmer 201502122

Forseta bæjarstjórnar falið að taka saman þau erindi sem fram komu á bæjarstórnarbekknum, sem haldinn var í kaffihorni Nettó sl. föstudag.

11.Úttekt slökkviliða 2015,Brunavarnir á Austurlandi.

Málsnúmer 201510033

Baldur Pálsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir skýrslu Mannvirkjastofnunnar og yfirferð sína með starfsmanni stofnunnarinnar yfir stöðu mála hjá Brunavörnum á Austurlandi. Á grundvelli þessarar yfirferðar og úttektar var síðan skýrsla Mannvirkjastofnunar gerð.
Einnig fór hann yfir svör sín og viðbrögð við skýrslunni.
Bæjarráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir veittar upplýsingar og tekur undir að mikilvæt er að fulltrúar Mannvirkjastofnunar komi til fundar með stjórn Brunavarna á Austurlandi.

12.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2015.

Málsnúmer 201510098

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að fara með umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum.

Fundi slitið - kl. 12:00.