Móttaka flóttafólks

Málsnúmer 201508099

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 309. fundur - 07.09.2015

Lagt fram erindi frá Degi Skírni Óðinssyni varðandi hans hugleiðingar um móttöku flótafólks. Einnig lagður fram tölvupóstur, dagsettur 1. september 2015 frá Lindu Rós Alfreðsdóttur, sérfræðingi hjá Velferðarráðuneytinu, varðandi móttöku á flóttafólki.

Bæjarráð er jákvætt fyrir því að koma að þessum málum og samþykkir að fela félagsmálanefnd að skoða hvernig hægt væri að standa að því að hálfu sveitarfélasins, m.a. með því að vera í sambandi við Velferðarráðuneytið og kanna með hvaða hætti Fljótsdalshérað gæti helst stutt við málið.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 16.09.2015

Erindið er í vinnslu og skoðun, m.a. hjá félagsmálanefnd og bæjarstjóra.

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest að öðru leyti.

Félagsmálanefnd - 138. fundur - 23.09.2015

Á fundi bæjarráðs þann 7. september sl. var samþykkt að fela félagsmálanefnd að skoða hvernig hægt væri að standa að móttöku flóttamanna að hálfu sveitarfélagsins, með því að vera í sambandi við Velferðarráðuneytið og kanna með hvaða hætti Fljótsdalshérað gæti helst stutt við málið. Formaður félagsmálanefndar hefur verið í sambandi við ráðuneytið sem upplýsti að senn verður haldinn fundur með þeim sveitarfélögum sem sýnt hafa áhuga á móttöku flóttamanna til landsins. Fljótsdalshérað er meðal þeirra sveitarfélaga sem boðuð verða til slíks fundar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 315. fundur - 19.10.2015

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Guðrúnu Frímannsdóttur félagsmálastjóra sem tengilið sveitarfélagsins við samstarfsteymi Sambandsins um málefni flóttamanna og innflytjenda. Jafnframt óskar bæjarráð eftir því að formaður félagsmálanefndar sæki kynningarfund í Velferðarráðuneytinu 23. okt. vegna móttöku flóttamanna.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 21.10.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að tilnefna Guðrúnu Frímannsdóttur félagsmálastjóra sem tengilið sveitarfélagsins við samstarfsteymi Sambandsins um málefni flóttamanna og innflytjenda. Jafnframt óskar bæjarstjórn eftir því að formaður félagsmálanefndar sæki kynningarfund í Velferðarráðuneytinu 23. okt. vegna móttöku flóttamanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Félagsmálanefnd - 141. fundur - 27.01.2016

Erindi frá Fjölmenningarsetri er tekið fyrir en þar er m.a. óskað eftir upplýsingum um móttökuáætlun sveitarfélagsins vegna innflytjenda. Erindið varðar innflytjendur almennt en ekki móttöku flóttamanna sérstaklega. Í því sambandi upplýsist að sveitarfélög á Austurlandi mótuðu stefnu í málefnum nýrra íbúa árið 2009. Sú stefna varðar starfsemi sveitarfélaga með víðtækum hætti og fellur ekki sérstaklega undir verksvið félagsþjónustunnar. Nefndin leggur til að erindið verði tekið fyrir af bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 03.02.2016

Á fundi félagsmálanefndar var erindi frá Fjölmenningarsetri tekið fyrir, en þar er m.a. óskað eftir upplýsingum um móttökuáætlun sveitarfélagsins vegna innflytjenda. Erindið varðar innflytjendur almennt en ekki móttöku flóttamanna sérstaklega. Í því sambandi upplýsist að sveitarfélög á Austurlandi mótuðu stefnu í málefnum nýrra íbúa árið 2009. Sú stefna varðar starfsemi sveitarfélaga með víðtækum hætti og fellur ekki sérstaklega undir verksvið félagsþjónustunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til bæjarráðs til frekari vinnslu og afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.