Eðli og umfang fjárhagsaðstoðar/styrkja sem veittir hafa verið á Fljótsdalshéraði og aðildarsveitarfélögunum á tímabilinu janúar til og með ágúst 2015 lagt fram til kynningar.
Yfirlit yfir stöðu launa hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrstu átta mánuði ársins lagt fram til kynningar. Uppreiknuð frávik launa í árslok eru kr. 13.888.716.
Á fundi bæjarráðs þann 7. september sl. var samþykkt að fela félagsmálanefnd að skoða hvernig hægt væri að standa að móttöku flóttamanna að hálfu sveitarfélagsins, með því að vera í sambandi við Velferðarráðuneytið og kanna með hvaða hætti Fljótsdalshérað gæti helst stutt við málið. Formaður félagsmálanefndar hefur verið í sambandi við ráðuneytið sem upplýsti að senn verður haldinn fundur með þeim sveitarfélögum sem sýnt hafa áhuga á móttöku flóttamanna til landsins. Fljótsdalshérað er meðal þeirra sveitarfélaga sem boðuð verða til slíks fundar.
Eðli og umfang barnaverndartilkynninga á þjónustusvæði Fljótsdalshéraðs fyrir tímabilið janúar til og með ágúst 2015 lagðar fram til kynningar. Alls bárust 43 tilkynningar vegna 38 barna. Flestar eru tilkynningarnar vegna ofbeldis á börnum eða 16 talsins, 12 tilkynninganna eru vegna áhættuhegðunar barns og átta vegna vanrækslu.
Beiðni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra um fjárhagslegan styrk vegna sumar og helgardvala fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal, Mosfellsbæ og sumardvöl Foreldra og styrktarfélags Klettaskóla á Stokkseyri tekin fyrir og synjað.