Yfirlit yfir eðli og umfang barnavernarmála 2015

Málsnúmer 201502127

Félagsmálanefnd - 133. fundur - 25.02.2015

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndarmála á þjónustusvæði Fljótsdalshéraðs árið 2014 og það sem af er árinu 2015. Félagsmálastjóra falið að kynna, fyrir nefndinni, ársfjórðungslega yfirlit yfir stöðu barnaverndarmála á þjónustusvæðinu.

Félagsmálanefnd - 136. fundur - 25.06.2015

Eðli og umfang barnaverndartilkynninga á þjónustusvæði Fljótsdalshéraðs fyrir tímabilið janúar til og með maí 2015 lagðar fram til kynningar. Alls bárust 23 tilkynningar vegna 20 barna. Flestar eru tilkynningarnar vegna ofbeldis gegn börnum eða alls fimmtán talsins.

Félagsmálanefnd - 138. fundur - 23.09.2015

Eðli og umfang barnaverndartilkynninga á þjónustusvæði Fljótsdalshéraðs fyrir tímabilið janúar til og með ágúst 2015 lagðar fram til kynningar. Alls bárust 43 tilkynningar vegna 38 barna. Flestar eru tilkynningarnar vegna ofbeldis á börnum eða 16 talsins, 12 tilkynninganna eru vegna áhættuhegðunar barns og átta vegna vanrækslu.

Félagsmálanefnd - 141. fundur - 27.01.2016

Lagt fram yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga á þjónustusvæði félagsmálanefndar Fljótsdalshéraðs árið 2015. Alls barst 71 tilkynning vegna 55 barna, 25 tilkynningar bárust vegna ofbeldis á barni, 23 tilkynningar vegna vanrækslu barns og 23 vegna áhættuhegðunar barns.