Félagsmálanefnd

141. fundur 27. janúar 2016 kl. 12:30 - 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Svava Lárusdóttir aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Starfsáætlun Ásheima 2016

Málsnúmer 201601214

Drög að starfsáætlun mann- og geðræktarmiðstöðvarinnar Ásheima fyrir árið 2016 eru lögð fram og samþykkt.

2.Starfsáætlun Félagsþjónustu 2016

Málsnúmer 201601215

Drög að starfsáætlun Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2016 eru lögð fram og samþykkt.

3.Skil á samtölublaði 2015

Málsnúmer 201601056

Samtölublað til Barnaverndarstofu um mál sem barnaverndarnefnd Fljótsdalshéraðs og starfsmenn hennar höfðu til umfjöllunar árið 2015 lagt fram til kynningar.

4.Yfirlit yfir eðli og umfang barnaverndarmála 2015

Málsnúmer 201502127

Lagt fram yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndartilkynninga á þjónustusvæði félagsmálanefndar Fljótsdalshéraðs árið 2015. Alls barst 71 tilkynning vegna 55 barna, 25 tilkynningar bárust vegna ofbeldis á barni, 23 tilkynningar vegna vanrækslu barns og 23 vegna áhættuhegðunar barns.

5.Yfirlit yfir veitta fjárhagsaðst árið 2015

Málsnúmer 201601159

Lagt fram yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð árið 2015. Þar kemur fram að á Fljótsdalshéraði nam upphæð fjárhagsaðstoðar alls kr. 8.076.841. Fjárhagsaðstoð hjá Seyðisfjarðarkaupstað nam kr. 2.957.426, hjá Vopnafjarðarhreppi kr. 314.345. Engin fjárhagsaðstoð var veitt á Borgarfirði eystri, hjá Fljótsdalshreppi eða á Djúpavogi.

6.Yfirlit yfir kostnað vegna heimsendingu matar árið 2015

Málsnúmer 201601127

Lagt fram yfirlit yfir kostnað vegna heimsendingu matar á Fljótsdalshéraði, en hann var kr. 6.246.850 árið 2015. Á móti þessum kostnaði koma greiðslur þeirra er fá heimsendan mat.

7.Yfirlit yfir veitta heimaþjónustu árið 2015

Málsnúmer 201601134

Lagt fram yfirlit yfir veitta heimaþjónustu á Fljótsdalshéraði árið 2015. Heimaþjónusta var veitt á alls 72 heimilum á árinu. Heildarkostnaður vegna þjónustunnar er kr. 17.991.642. Á mót þeim kostnaði koma greiðslur þeirra sem njóta þjónustunnar.

8.Yfirlit yfir rekstraráætlun 2015

Málsnúmer 201601176

Staða rekstraráætlunar félagsþjónustunnar fyrir árið 2015 lögð fram til kynningar. Endanlegt uppgjör áætlunarinnar liggur ekki fyrir en svo virðist sem lokatölur verði í samræmi við þá áætlun sem gerð var fyrir árið 2015.

9.Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar 2016

Málsnúmer 201601166

Drög að hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2016 er lögð fram og samþykkt að hækka hana miðað við vísitölu neysluverðs í desember 2015. Upphæðin hækkar því í kr. 154.315 fyrir einstakling á mánuði og í kr. 246.904 fyrir hjón/sambúðarfólk. Einstaklingur með stuðning frá heimili fær helming grunnfjárhæðar eða kr. 77.158. Breytingin tekur gildi nú þegar.

10.Gjaldskrá heimaþjónustu 2016

Málsnúmer 201601217

Drög að uppfærðri gjaldskrá heimaþjónustu lögð fyrir og samþykkt. Breytingin tekur gildi frá 15. febrúar 2016.

11.Styrkbeiðni Krabbameinsfélags Austurlands

Málsnúmer 201601145

Styrkbeiðni Krabbameinsfélags Austurlands tekin til umfjöllunar og synjað.

12.Móttaka flóttafólks

Málsnúmer 201508099

Erindi frá Fjölmenningarsetri er tekið fyrir en þar er m.a. óskað eftir upplýsingum um móttökuáætlun sveitarfélagsins vegna innflytjenda. Erindið varðar innflytjendur almennt en ekki móttöku flóttamanna sérstaklega. Í því sambandi upplýsist að sveitarfélög á Austurlandi mótuðu stefnu í málefnum nýrra íbúa árið 2009. Sú stefna varðar starfsemi sveitarfélaga með víðtækum hætti og fellur ekki sérstaklega undir verksvið félagsþjónustunnar. Nefndin leggur til að erindið verði tekið fyrir af bæjarstjórn.

13.leyfi sem stuðningsforeldrar

Málsnúmer 201312038

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

14.Umsókn um fjárstyrk vegna lögmannskostn.

Málsnúmer 201601048

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

15.Félagslegar íbúðir

Málsnúmer 201601117

Niðurstaða samkvæmt bókun í málinu.

Fundi slitið - kl. 15:00.