Grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar 2016

Málsnúmer 201601166

Félagsmálanefnd - 141. fundur - 27.01.2016

Drög að hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2016 er lögð fram og samþykkt að hækka hana miðað við vísitölu neysluverðs í desember 2015. Upphæðin hækkar því í kr. 154.315 fyrir einstakling á mánuði og í kr. 246.904 fyrir hjón/sambúðarfólk. Einstaklingur með stuðning frá heimili fær helming grunnfjárhæðar eða kr. 77.158. Breytingin tekur gildi nú þegar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 03.02.2016

Drög að hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2016 er lögð fram.


Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn að hækka grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar miðað við vísitölu neysluverðs í desember 2015. Upphæðin hækkar því í kr. 154.315 fyrir einstakling á mánuði og í kr. 246.904 fyrir hjón/sambúðarfólk. Einstaklingur með stuðning frá heimili fær helming grunnfjárhæðar eða kr. 77.158. Breytingin tekur gildi nú þegar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.