Félagsmálanefnd

133. fundur 25. febrúar 2015 kl. 12:30 - 14:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Svava Lárusdóttir aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
Sigrún Harðardóttir, Svava Lárusdóttir og Ása Sigurðardóttir tóku þátt í fundinum í gegnum síma.

1.Starfsáætlun Stólpa 2015

Málsnúmer 201502114Vakta málsnúmer

Drög að starfsáætlun Stólpa er lögð fram og samþykkt.

2.Starfsáætlun Hlymsdala 2015

Málsnúmer 201502115Vakta málsnúmer

Drög að starfsáætlun Hlymsdala er lögð fram og samþykkt.

3.Starfsáætlun Ásheima 2015

Málsnúmer 201502116Vakta málsnúmer

Drög að starfsáætlun Ásheima er lögð fram og samþykkt.

4.Framkvæmdaáætlun í barnavernd 1015-2018

Málsnúmer 201502108Vakta málsnúmer

Drög að framkvæmdaáætlun skv. 9. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, fyrir Fljótsdalshérað, Fljótsdalshrepp, Vopnafjarðarhrepp, Djúpavogshrepp, Borgarfjörð eystri og Seyðisfjarðarkaupstað, er lögð fram til kynningar og samþykkt. Félagsmálastjóra er falið að senda áætlunina til velferðarráðuneytis og Barnaverndarstofu eins og kveðið er á um í lögum um barnavernd.

5.Verklagsreglur barnaverndar 2015

Málsnúmer 201502117Vakta málsnúmer

Drög að breyttum verklagsreglum við vinnslu barnaverndarmála lögð fyrir nefndina og samþykkt. Nefndin telur mikilvægt að verklagsreglurnar séu lifandi skjal sem starfsmenn hafi að leiðaljósi í allri sinni barnaverndarvinnu. Komi til lagabreytinga eða áherslubreytinga hjá Barnaverndarstofu skal skjalið uppfært samkvæmt því og breytingar kynntar nefndinni.

6.Yfirlit yfir eðli og umfang barnavernarmála 2015

Málsnúmer 201502127Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir umfang og eðli barnaverndarmála á þjónustusvæði Fljótsdalshéraðs árið 2014 og það sem af er árinu 2015. Félagsmálastjóra falið að kynna, fyrir nefndinni, ársfjórðungslega yfirlit yfir stöðu barnaverndarmála á þjónustusvæðinu.

7.Yfirlit yfir greiddar húsaleigubætur 2014

Málsnúmer 201502109Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir veittar húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur á Fljótsdalshéraði árið 2014. Þar kemur fram að heildarupphæð almennra húsaleigubóta á árinu var kr. 36.868.770 eða kr. 6.094.770 hærri upphæð en áætlað var í rekstraráætlun. Heildarupphæð sérstakra húsaleigubóta fyrir sama tímabil var kr. 1.910.339 eða kr. 13.339 hærra en áætlað var. Alls voru því greiddar húsaleigubætur/sérstakar húsaleigubætur á Fljótsdalshéraði árið 2014 kr. 38.778.109. Framlag ríkisins til Fljótsdalshéraðs vegna húsaleigubóta á árinu 2014 var kr. 26.216.284, eða 5.960.284 hærra en gert var ráð fyrir í rekstraráætlun.

8.Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 201502057Vakta málsnúmer

Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga lagt fram til umsagnar. Félagsmálanefnd vill að tryggt verði að einstaklingar sem óska fjárhagsaðstoðar séu með raunverulega búsetu á því svæði þar sem óskað er aðstoðar. Nefndin telur mikilvægt að gert sé ráð fyrir því að einstaklingar mæti reglulega til funda við starfsmann Félagsþjónustunnar eða Vinnumálastofnunar í tengslum við mat á vinnufærni og við virka atvinnuleit. Mikilvægt er einnig að tryggja hlutverk Vinnumálastofnunar gagnvart einstaklingum sem leita eftir fjárhagsaðstoð sveitarfélaga, enda hefur stofnunin yfirsýn yfir atvinnuúrræði og býr auk þess yfir sérhæfðu starfsfólki því tengdu. Nefndinni þykir verkaskipting Vinnumálastofnunar og Félagsþjónustu ekki vera nægjanlega skýr í frumvarpinu.

Fundi slitið - kl. 14:30.