Félagsmálanefnd

136. fundur 25. júní 2015 kl. 12:30 - 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Harðardóttir formaður
  • Jón Jónsson varaformaður
  • Benedikt Hlíðar Stefánsson aðalmaður
  • Svava Lárusdóttir aðalmaður
  • Ása Sigurðardóttir aðalmaður
  • Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri

1.Leyfi til að taka börn í sumardvöl

Málsnúmer 1505122

Umsókn hjónanna Þorbjargar Ásbjörnsdóttur, kt. 210565 3969 og Guðna Þórðarsonar, kt.120167 3789 um leyfi til að taka börn til sumardvalar er tekin fyrir. Samþykkt að veita þeim leyfi skv. 86. gr. barnaverndarlaga nr. 80 /2002, til að taka börn til sumardvalar frá 15. júní 2015 til 15. júní 2016. Skv. 15. gr. reglugerðar nr. 652 / 2004 og 17. gr. reglugerðar nr. 366 / 2005 er þó ekki heimilt að hafa á heimilinu fleiri en sex börn undir sextán ára aldri á hverjum tíma.

2.Könnun á afkomu öryrkja á Fljótsdalshéraði

Málsnúmer 201506089

Niðurstöður könnunar á afkomu öryrkja á Fljótsdalshéraði lagðar fram til kynningar.

3.Gjaldskrá heimaþjónustu 2015

Málsnúmer 201506113

Drög að uppfærðri gjaldskrá heimaþjónustu samþykkt og tekur gildi frá 15. júlí 2015. Sú breyting er gerð á gjaldskránni að heimaþjónusta vegna fatlaðra barna er gjaldfrí.

4.Reglur um greiðslu lögmannskostnaðar í barnavernd.

Málsnúmer 201506114

Drög að uppfærðum reglum félagsmálanefndar um aðstoð til greiðslu lögmannskostnaðar í barnaverndarmálum eru lagðar fram. Nefndin leggur til að bætt verði inn í reglurnar að styrkveiting vegna hverrar klst. sé að hámarki það tímagjald sem fram kemur í viðmiðunarreglum dómstólaráðs um greiðslu málsvarnarlauna í sakamálum. Styrkveitingin skal taka mið af eðli viðkomandi máls. Hámarksfjárhæð vegna málsmeðferðar áður en mál kemur til úrskurðar, sbr. 1. mgr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, skal nema 10 klst. Komi til styrkveitingar vegna meðferðar máls fyrir kærunefnd barnaverndarmála, sbr. 2. mgr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, nemur hámark 5 klst.

5.Árs og starfsáætlun Bláargerði 2015

Málsnúmer 201506123

Drög að árs- og starfsáætlun íbúðarkjarnans í Bláargerði lögð fram og samþykkt.

6.Árs og starfsáætlun Hamragerði 2015

Málsnúmer 201506124


Drög að árs- og starfsáætlun íbúðarkjarnans í Hamragerði lögð fram og samþykkt.

7.Yfirlit yfir eðli og umfang barnaverndarmála 2015

Málsnúmer 201502127

Eðli og umfang barnaverndartilkynninga á þjónustusvæði Fljótsdalshéraðs fyrir tímabilið janúar til og með maí 2015 lagðar fram til kynningar. Alls bárust 23 tilkynningar vegna 20 barna. Flestar eru tilkynningarnar vegna ofbeldis gegn börnum eða alls fimmtán talsins.

8.Barnaverndarmál

Málsnúmer 1406083

Niðurstaða samkvæmt bókun.

9.Átak í meðferð heimilisofbeldismála.

Málsnúmer 201506154

Erindi frá Lögreglustjóranum á Austurlandi þar sem óskað er eftir samstarfi um átak í meðferð heimilisofbeldismála er kynnt fyrir nefndinni. Í erindinu er óskað eftir því að gerður verði samningur á milli Lögreglunnar á Austurlandi og Fljótsdalshéraðs um breytt verklag þegar um heimilisofbeldi er að ræða. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs. Félagsmálanefnd lýsir áhuga á erindinu og vísar því til umræðu sveitarstjórna aðildar sveitarfélaganna og til bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Samstarf að þessum toga útheimtir að komið yrði á bakvakt starfsmanna félagsþjónustunnar eftir hefðbundinn lokunartíma skrifstofu. Áætlaður kostnaður vegna bakvaktar gæti numið allt að kr. 15. 000. 000 pr. ár. Endanlegur kostnaður gæti farið eftir útfærslu verkefnisins, t.d. með auknu samstarfi allra sveitarfélaga á Austurlandi eða með aðlögun verkefnisins á starfssvæðinu.

Fundi slitið - kl. 18:00.