Gjaldskrá heimaþjónustu 2015

Málsnúmer 201506113

Félagsmálanefnd - 136. fundur - 25.06.2015

Drög að uppfærðri gjaldskrá heimaþjónustu samþykkt og tekur gildi frá 15. júlí 2015. Sú breyting er gerð á gjaldskránni að heimaþjónusta vegna fatlaðra barna er gjaldfrí.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu félagsmálanefndar samþykkir bæjarstjórn drög að uppfærðri gjaldskrá heimaþjónustu og að hún taki gildi frá 15. júlí 2015. Sú breyting er gerð á gjaldskránni að heimaþjónusta vegna fatlaðra barna er gjaldfrí.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.