Drög að uppfærðum reglum félagsmálanefndar um aðstoð til greiðslu lögmannskostnaðar í barnaverndarmálum eru lagðar fram. Nefndin leggur til að bætt verði inn í reglurnar að styrkveiting vegna hverrar klst. sé að hámarki það tímagjald sem fram kemur í viðmiðunarreglum dómstólaráðs um greiðslu málsvarnarlauna í sakamálum. Styrkveitingin skal taka mið af eðli viðkomandi máls. Hámarksfjárhæð vegna málsmeðferðar áður en mál kemur til úrskurðar, sbr. 1. mgr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, skal nema 10 klst. Komi til styrkveitingar vegna meðferðar máls fyrir kærunefnd barnaverndarmála, sbr. 2. mgr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, nemur hámark 5 klst.