Átak í meðferð heimilisofbeldismála.

Málsnúmer 201506154

Félagsmálanefnd - 136. fundur - 25.06.2015

Erindi frá Lögreglustjóranum á Austurlandi þar sem óskað er eftir samstarfi um átak í meðferð heimilisofbeldismála er kynnt fyrir nefndinni. Í erindinu er óskað eftir því að gerður verði samningur á milli Lögreglunnar á Austurlandi og Fljótsdalshéraðs um breytt verklag þegar um heimilisofbeldi er að ræða. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs. Félagsmálanefnd lýsir áhuga á erindinu og vísar því til umræðu sveitarstjórna aðildar sveitarfélaganna og til bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs. Samstarf að þessum toga útheimtir að komið yrði á bakvakt starfsmanna félagsþjónustunnar eftir hefðbundinn lokunartíma skrifstofu. Áætlaður kostnaður vegna bakvaktar gæti numið allt að kr. 15. 000. 000 pr. ár. Endanlegur kostnaður gæti farið eftir útfærslu verkefnisins, t.d. með auknu samstarfi allra sveitarfélaga á Austurlandi eða með aðlögun verkefnisins á starfssvæðinu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 220. fundur - 01.07.2015

Á fundi félagsmálanefndar var lagt fram erindi frá Lögreglustjóranum á Austurlandi þar sem óskað er eftir samstarfi um átak í meðferð heimilisofbeldismála er kynnt fyrir nefndinni. Í erindinu er óskað eftir því að gerður verði samningur á milli Lögreglunnar á Austurlandi og Fljótsdalshéraðs um breytt verklag þegar um heimilisofbeldi er að ræða. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn felur starfsmanni og bæjarstjóra að ræða við aðildarsveitarfélögin um verkefnið og taka það til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.