Yfirlit yfir laun Félagsþjónustu 2015

Málsnúmer 201504089

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd - 135. fundur - 22.04.2015

Yfirlit yfir launagreiðslur Félagsþjónustunnar fyrstu þrjá mánuði ársins 2015 lagt fram til kynningar. Þar kemur fram að greiðslur eru tæpu einu prósenti undir samþykktri áætlun.

Félagsmálanefnd - 137. fundur - 26.08.2015

Yfirlit yfir stöðu launa hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrstu sjö mánuði ársins lagt fram til kynningar. Uppreiknuð frávik launa í árslok eru kr. 8.136.920, þar af nema frávik vegna leiðréttingar starfsmats kr. 6.886.813. Félagsmálastjóra er falið að kanna á hvern hátt Jöfnunarsjóður hyggst mæta auknum launakostnaði árið 2015 vegna starfsmatsins í málefnum fatlaðs fólks.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 222. fundur - 02.09.2015

Málið er í vinnslu hjá félagsmálastjóra. Að öðru leyti lagt fram til kynningar.

Félagsmálanefnd - 138. fundur - 23.09.2015

Yfirlit yfir stöðu launa hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrstu átta mánuði ársins lagt fram til kynningar. Uppreiknuð frávik launa í árslok eru kr. 13.888.716.

Félagsmálanefnd - 139. fundur - 21.10.2015

Yfirlit yfir stöðu launa hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrstu níu mánuði ársins lagt fram til kynningar. Uppreiknuð frávik launa í árslok eru kr. 12.082.213.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 225. fundur - 21.10.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn hvetur félagsmálanefnd og stofnanir sem undir hana heyra til að haga rekstri stofnanna á sviðinu með þeim hætti að áhrif kjarasamningsbundinna hækkana launa og önnur frávik frá launaáætlun, raski sem minnst heildarfjárútlátum til málaflokksins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Félagsmálanefnd - 140. fundur - 09.12.2015

Yfirlit yfir stöðu launa hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs fyrstu ellefu mánuði ársins lagt fram til kynningar. Uppreiknuð frávik launa í árslok eru kr. 15.607.318.