Bæjarráð óskar eftir því við stjórn Brunavarna á Austurlandi að við framkomnum athugasemdum verði brugðist sem fyrst. Bæjarráð óskar jafnframt eftir því að fá á næstunni fund með fulltrúum stjórnar og slökkviliðsstjóra, í tengslum við bæjarráðsfund til að fara yfir málið.
Baldur Pálsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir skýrslu Mannvirkjastofnunnar og yfirferð sína með starfsmanni stofnunnarinnar yfir stöðu mála hjá Brunavörnum á Austurlandi. Á grundvelli þessarar yfirferðar og úttektar var síðan skýrsla Mannvirkjastofnunar gerð. Einnig fór hann yfir svör sín og viðbrögð við skýrslunni. Bæjarráð þakkar slökkviliðsstjóra fyrir veittar upplýsingar og tekur undir að mikilvæt er að fulltrúar Mannvirkjastofnunar komi til fundar með stjórn Brunavarna á Austurlandi.
Baldur Pálsson slökkviliðsstjóri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og fór yfir skýrslu Mannvirkjastofnunnar og yfirferð sína með starfsmanni stofnunarinnar yfir stöðu mála hjá Brunavörnum á Austurlandi fyrr á þessu ári. Á grundvelli þessarar yfirferðar og úttektar var síðan skýrsla Mannvirkjastofnunar gerð. Einnig fór hann yfir svör sín og viðbrögð við skýrslunni.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði um mikilvægi þess að fulltrúar Mannvirkjastofnunar komi til fundar með stjórn Brunavarna á Austurlandi.
Bæjarráð óskar jafnframt eftir því að fá á næstunni fund með fulltrúum stjórnar og slökkviliðsstjóra, í tengslum við bæjarráðsfund til að fara yfir málið.