Rótarýklúbbur Héraðsbúa 50 ára

Málsnúmer 201510094

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 315. fundur - 19.10.2015

Lagt fram bréf frá Rótarýklúbbi Héraðsbúa, dags. 13. okt. 2015, þar sem bæjarstjórnarfulltrúum er boðið til opins klúbbfundar á afmælisdaginn 22. október, í Valaskjálf.

Bæjarráð þakkar boðið og hvetur bæjarfulltrúa að þekkjast boð Rótarýklúbbsins og mæta á fundinn.