Á fundinn mætti Guðrún Frímannsdóttir félagsmálastjóri og kynnti starfsáætlun félagsmálanefndar Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015.
Aðrir sem til máls tóku voru: Gunnar Jónsson og Stefán Bogi Sveinsson,sem bar fram fyrirspurnir. Að lokum svaraði Guðrún Frímannsdóttir þeim spurningum sem fram höfðu komið.
Til fundarins mættu Adda Birna Hjálmarsdóttir og Guðmundur Kröyer og kynntu starfsáætlanir atvinnu- og menningarnefndar og íþrótta- og tómstundanefndar. Adda Birna fór fyrst í gegn um sína kynningu. Að því búnu var opnað fyrir fyrirspurnir. Til máls tóku um kynningu hennar Stefán Bogi Sveinsson og Þórður Mar Þorsteinsson.
Að því búnu kynnti Guðmundur Kröyer starfsáætlun atvinnu- og menningarnefndar. Síðan var opnað fyrir fyrirspurnir. Til máls tóku um kynningu Guðmundar: Stefán Bogi Sveinsson, Gunnar Jónsson og Guðmundur Kröyer.
Árni Kristinsson formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar kynnti starfsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2015. Aðrir sem til máls tóku undir þessum lið, eða báru fram spurningar voru í þessari röð: Stefán Bogi Sveinsson, Guðmundur Kröyer og Þórður Mar Þorsteinsson. Að lokum svaraði Árni Kristinsson spurningum fundarmanna.
Lögð fram drög að starfsáætlun bæjarráðs fyrir málaflokk 21. Bæjarráð samþykkir að fara betur yfir drögin og draga þau saman í styttri útgáfu til kynningar í bæjarstjórn.
Gunnar Jónsson kynnti starfsáætlun fyrir málaflokk 21, en þar er færður kostnaður við yfirstjórn sveitarfélagsins, auk ýmissa smærri liða.
Aðrir sem til máls tóku undir þessum lið voru, í þessari röð: Stefán Bogi Sveinsson,sem bar fram fyrirspurnir, Gunnhildur Ingvarsdóttir, sem bar fram fyrirspurn, Páll Sigvaldason, Árni Kristinsson, Anna Alexandersdóttir, Gunnar Jónsson, sem svaraði fyrirspurnum, Sigrún Blöndal, Stefán Bogi Sveinsson. Sigrún Blöndal og Gunnar Jónsson.
Aðrir sem til máls tóku voru: Gunnar Jónsson og Stefán Bogi Sveinsson,sem bar fram fyrirspurnir. Að lokum svaraði Guðrún Frímannsdóttir þeim spurningum sem fram höfðu komið.