Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

343. fundur 30. maí 2016 kl. 09:00 - 12:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Björn Ingimarsson bæjarstjóri

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis mál varðandi rekstur og fjárhag sveitarfélagsins. Meðal annars kynnti hann innheimtuniðurstöður síðasta árs frá Motus,en þar kemur fram að skil íbúa og greiðenda á Fljótsdalshéraði eru með því besta meðal sveitarfélaga sem eru í þjónustu hjá Motus.
Björn Ingimarsson kynnti erindi frá KPMG, varðandi hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa og birtingu þeirra upplýsinga, sem væri þá umfram núverandi skráningu. Lagt fram til kynningar.

2.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 201604102

Guðlaugur Sæbjörnsson kynnti viðauka 2 við fjárhagsáætlun ársins 2016.
Þar er gert ráð fyrir kaupum á húsnæði upp á 4, 4 milljónir og að því verði mætt með handbæru fé.

Samþykkt samhljóða.

3.Fundargerðir stjórnar SSA.

Málsnúmer 201507008

Fundargerð 8. fundar stjórnar SSA frá 24. maí 2016 lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir starfshóps um endurskoðun starfsmannastefnu Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201605138

Lagðar fram til kynningar þrjár fundargerðir starfshóps um endurskoðun starfsmannastefnu Fljótsdalshéraðs.
Varðandi tillögu starfshópsins á útfærslu og fyrirkomulagi stuðnings sveitarfélagsins við fastráðna starfsmenn sína til hreyfingar og líkamsræktar, (starfsmaður þarf að vera í a.m.k. 20 % starfshlutfalli til að fá fastráðningu) Bæjarráð tekur undir tillögurnar og staðfestir þær fyrir sitt leyti.
Þannig verði styrkhlutfallið tengt við starfshlutfall starfsmannsins og verður hámarks styrkur á árinu 2017 kr. 25.000 fyrir fullt starf.

5.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201605076

Lögð fram drög að dagskrá aðalfundar SSA 7.- 8. október 2016.

6.Lyngás 12, neðri hæð.

Málsnúmer 201501009

Lagt fram kauptilboð Fljótsdalshéraðs í kjallara hússins að Lyngási 12, fastanúmer 217-5934. Kaupverð nemur kr. 4.400.000.
Bæjarráð samþykkir kaupin og felur bæjarstjóra að ganga frá þeim. Fjármögnun vísað til viðauka 2.

7.Upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun Austurlands

Málsnúmer 201605134

Lagt fram bréf frá framkvæmdastjóra HSA, varðandi fyrirsjáanlega læknaþjónustu á Austurlandi á næstu mánuðum.
Bæjarráð óskar eftir fundi með forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga HSA og felur bæjarstjóra að koma þeim fundi á.

8.Skráning og mat vatnsréttinda

Málsnúmer 200811060

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að fela lögmanni sveitarfélagsins að svara erindi yfirfasteignamatsnefndar vegna kæru Landsvirkjunar.
Samþykkt með 2 atkvæðum, en 1 sat hjá (SBS).

9.Ylströnd við Urriðavatn

Málsnúmer 201605132

Til fundar mættu Hilmar Gunnlaugsson og Ívar Ingimarsson fh. Ylstrandarinnar, til að fylgja úr hlaði beiðni þeirra um aðkomu sveitarfélagsins, eða undirfyrirtækja þess að uppbyggingu við Urriðavatn.
Málið er í vinnslu og stefnt á afgreiðslu þess á næsta bæjarráðsfundi.

10.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 201504091

Lögð fram fundargerð með húseigendum á Eiðum frá 26.05. 2016.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá samningum vegna lokunar fjarvarmaveitunnar, á grundvelli fyrirliggjandi draga að samkomulagi.

11.Almenningssamgöngur fyrir nemendur Hússtjórnarskólans á Hallormsstað

Málsnúmer 201508080

Björn Ingimarsson kynnti erindi Hússtjórnarskólans á Hallormsstað, varðandi áframhaldandi almenningssamgöngur á föstudögum frá Hallormsstað í Egilsstaði, líkt og var sl. vetur. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram.

12.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi/Sumarhús, Ásholt

Málsnúmer 201605126

Erindi í tölvupósti dags. 9. maí 2016 þar sem sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til 5. töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. 2. Umsækjandi er Skógar ehf. kt.520776-0879. Starfsstöð er Ásholt, 701 Egilsstaðir, fastanúmer: 217-5264, heiti Úr landi Strandar, gestafjöldi 6.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins, en vísar í athugasemdir eldvarnareftirlits.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

13.Umsókn um rekstrarleyfi til leigu íbúðar/Selás 10

Málsnúmer 201605049

Erindi í tölvupósti dags. 29. apríl 2016 þar sem sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til 5. töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. I. Umsækjandi er Jón Hávarður Jónsson kt. 171157-3829. Fastanúmer: 217-6121, heiti Selás 10, gestafjöldi ekki tilgreindur á umsókn.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins en vísar í athugasemdir eldvarnareftirlits.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

14.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar/Sólbrekka 16

Málsnúmer 201605057

Erindi sent í tölvupósti dags. 9.03. 2016 þar sem sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til 5. töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. I. Umsækjandi er Víðilækur ehf. kt.640605-2190. Starfsstöð er Sólbrekka 16, 700 Egilsstaðir, fastanúmer: 217-6167, heiti Sólbrekka 16, gestafjöldi 2-4.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við umsókn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

15.Umsókn um nýtt gistileyfi íbúðir að Birnufelli

Málsnúmer 201605050

Erindi í tölvupósti dags. 10. maí 2016 þar sem sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. I. Umsækjandi er Siron ehf. kt.570715-0110. Starfsstöð er Birnufell, 701 Egilsstaðir, fastanúmer: 231-8371, heiti Birnufell 1/Lóð 1, gestafjöldi 8.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins, en vísar í athugasemdir eldvarnareftirlits.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarráð að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

16.Umsókn um nýtt rekstraleyfi til sölu gistingar/Setberg

Málsnúmer 201605058

Erindi í tölvupósti dags. 3. maí 2016 þar sem sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. 2. Umsækjandi er Helgi Hjálmar Bragason kt.220872-4169. Starfsstöð er Setberg, 701 Egilsstaðir, fastanúmer: 217-3379, heiti Setberg, gestafjöldi 10.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins fyrir hæð 0101, en vísar í athugasemdir eldvarnareftirlits. Umsögn byggingarfulltrúa til hæðar 0001 er neikvæð sökum athugasemda.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

17.Umsókn um nýtt rekstrarleyfi /heimagisting að Stekkjartröð

Málsnúmer 201605048

Erindi í tölvupósti dags. 4.maí 2016 þar sem sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um nýtt rekstrarleyfi til sölu gistingar í fl. I. Umsækjandi er Jolanta Czech, kt. 240267-2929. Starfsstöð er Stekkjartröð 11B, 700 Egilsstaðir, fastanúmer: 217-6207, heiti Stekkjartröð 11B, gestafjöldi 6.
Meðfylgjandi umsókn er teikning frá umsækjanda með vísun í umfang leigusvæðis.

Athugasemdir bárust.
Byggingarfulltrúi gerir athugasemd við umsókn með vísun í uppdrátt frá umsækjanda er snýr að 10.gr. reglugerðar nr.585, reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.
Enn fremur vill byggingarfulltrúi bóka að það sé varhugavert að gefa jákvaða umsögn með vísun í athugasemdir nágranna.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.
Bæjarráð hefur efasemdir um að sótt sé um fyrir réttan flokk gistingar, miðað við það húsnæði sem um ræðir. Jafnframt bendir bæjarráð leysisveitenda á að athugasemdir hafa borist frá nágrönnum vegna umsóknarinnar.

Fundi slitið - kl. 12:15.