Lagðar fram til kynningar þrjár fundargerðir starfshóps um endurskoðun starfsmannastefnu Fljótsdalshéraðs. Varðandi tillögu starfshópsins á útfærslu og fyrirkomulagi stuðnings sveitarfélagsins við fastráðna starfsmenn sína til hreyfingar og líkamsræktar, (starfsmaður þarf að vera í a.m.k. 20 % starfshlutfalli til að fá fastráðningu) Bæjarráð tekur undir tillögurnar og staðfestir þær fyrir sitt leyti. Þannig verði styrkhlutfallið tengt við starfshlutfall starfsmannsins og verður hámarks styrkur á árinu 2017 kr. 25.000 fyrir fullt starf.
Fundargerðir starfshóps um endurskoðun starfsmannastefnu Fljótsdalshéraðs.
Eftirfarandi tillaga lögð fram. Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn tillögu starfshópsins að útfærslu og fyrirkomulagi stuðnings sveitarfélagsins við fastráðna starfsmenn þess til hreyfingar og líkamsræktar. Til að öðlast rétt á styrk, þarf viðkomandi starfsmaður að vera í a.m.k. 25% föstu starfi. Samkvæmt tillögunum verður styrkhlutfallið tengt við starfshlutfall starfsmannsins og verður hámarks styrkur á árinu 2017 kr. 25.000 fyrir fullt starf.
Varðandi tillögu starfshópsins á útfærslu og fyrirkomulagi stuðnings sveitarfélagsins við fastráðna starfsmenn sína til hreyfingar og líkamsræktar, (starfsmaður þarf að vera í a.m.k. 20 % starfshlutfalli til að fá fastráðningu) Bæjarráð tekur undir tillögurnar og staðfestir þær fyrir sitt leyti.
Þannig verði styrkhlutfallið tengt við starfshlutfall starfsmannsins og verður hámarks styrkur á árinu 2017 kr. 25.000 fyrir fullt starf.