Skráning og mat vatnsréttinda

Málsnúmer 200811060

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 325. fundur - 11.01.2016

Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 28.12. 2015, varðandi skráningu vatnsréttinda á Kárahnjúkasvæðinu.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 326. fundur - 18.01.2016

Lögð fram drög að bréf til Landsvirkjunar vegna álagningar fasteignaskatts á vatnsréttindi.
Bæjarráð er sammála því sem þar kemur fram að álagning fasteignaskatts á vatnsréttindi falli í C flokk eins og fasteignaskattur af annarri atvinnustarfsemi.

Einnig rætt um mat annarra hliðstæðra vatnsréttinda innan sveitarfélagsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins, að setja fram kröfu til Þjóðskrár Íslands um endurmat fasteigna innan sveitarfélagsins, þar sem dómur Hæstaréttar um mat vatnsréttinda getur haft fordæmisgildi, sbr. einnig erindi Fljótsdalshéraðs til Þjóðskrár Íslands, dags. 18. júní 2008.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 20.01.2016

Í bæjarráði voru lögð fram drög að bréf til Landsvirkjunar vegna álagningar fasteignaskatts á vatnsréttindi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og er sammála því sem þar kemur fram, að álagning fasteignaskatts á vatnsréttindi falli í C flokk eins og fasteignaskattur af annarri atvinnustarfsemi.
Vegna mats annarra hliðstæðra vatnsréttinda innan sveitarfélagsins, felur bæjarstjórn bæjarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins, að setja fram kröfu til Þjóðskrár Íslands um endurmat fasteigna innan sveitarfélagsins, þar sem dómur Hæstaréttar um mat vatnsréttinda getur haft fordæmisgildi, sbr. einnig erindi Fljótsdalshéraðs til Þjóðskrár Íslands, dags. 18. júní 2008.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 330. fundur - 15.02.2016

Lagt fram bréf frá Landsvirkjun varðandi álagningar fasteignaskatts á vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar.
Einnig farið yfir drög að svarbréfi sem bæjarstjóri kynnti.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara bréfi Landsvirkjunar í þeim anda sem kynnt var á fundinum.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 343. fundur - 30.05.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að fela lögmanni sveitarfélagsins að svara erindi yfirfasteignamatsnefndar vegna kæru Landsvirkjunar.
Samþykkt með 2 atkvæðum, en 1 sat hjá (SBS).