Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

326. fundur 18. janúar 2016 kl. 08:30 - 10:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Björn Ingimarsson bæjarstjóri var í símasambandi við fundinn frá Akureyri.

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Björn Ingimarsson greindi frá viðræðum sínum við fulltrúa frá Austurfrétt og N4, í framhaldi af fundi sem haldinn var með þeim í desember sl.

2.Fundargerðir framkvæmdastjórnar skólaskrifstofu Austurlands 2016

Málsnúmer 201601120

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Skólaskrifstofu frá 22. desember. 2015, 30. desember. 2015 og 12. janúar 2016.
Í fundargerðinni frá 12. janúar kemur fram að
Skólaskrifstofan mun greiða út leiðréttingu á framlagi til sveitarfélaganna út af hækkunum launa innan málaflokks fatlaðs fólks, sem urðu á síðasta ári, bæði vegna starfsmats og nýrra kjarasamninga. Þar af mun norðursvæðið fá rúmar 12 milljónir í leiðréttingu, sem bókfærist á árinu 2015.

3.Austurbrú

Málsnúmer 201601083

Lögð fram fjárhagsáætlun Austurbrúar fyrir árið 2016. Bæjarráð tekur undir þau markmið sem fram koma í áætluninni. Jafnframt telur bæjarráð mikilvægt að ársfjórðungslega berist sveitarfélögum á Austurlandi upplýsingar um stöðu verkefna og fjárhag stofnunarinnar.

4.Póstdreifing í dreifbýli

Málsnúmer 201601084

Lögð fram fyrirspurn frá Sigvalda Ragnarssyni varðandi fyrirhugaða skerðingu Íslandspósts á póstþjónustu í dreifbýli.

Bæjarráð mótmælir fyrirhugaðri skerðingu á póstþjónustu í dreifbýli, eins og áform eru um.
Verði af þessum áformum liggur fyrir að það hefur verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrði og atvinnu í dreifbýli, sérstaklega á tímum þar sem mikið getur legið við að vörur og varahlutir berist með skjótum hætti.
Bæjarráð telur áformin lýsa grátlegu metnaðarleysi Íslandspóst gagnvart þjónustuhlutverki sínu við landið allt.

5.Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga,CEMR á Kýpur

Málsnúmer 201601144

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með upplýsingum um fyrirhugaða sveitarstjórnarráðstefnu á Kýpur 20.-22. apríl 2016.

6.Styrkbeiðni Krabbameinsfélags Austurlands

Málsnúmer 201601145

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til félagsmálanefndar til umfjöllunar.

7.Skráning og mat vatnsréttinda

Málsnúmer 200811060

Lögð fram drög að bréf til Landsvirkjunar vegna álagningar fasteignaskatts á vatnsréttindi.
Bæjarráð er sammála því sem þar kemur fram að álagning fasteignaskatts á vatnsréttindi falli í C flokk eins og fasteignaskattur af annarri atvinnustarfsemi.

Einnig rætt um mat annarra hliðstæðra vatnsréttinda innan sveitarfélagsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins, að setja fram kröfu til Þjóðskrár Íslands um endurmat fasteigna innan sveitarfélagsins, þar sem dómur Hæstaréttar um mat vatnsréttinda getur haft fordæmisgildi, sbr. einnig erindi Fljótsdalshéraðs til Þjóðskrár Íslands, dags. 18. júní 2008.

Fundi slitið - kl. 10:00.