Póstdreifing í dreifbýli

Málsnúmer 201601084

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 326. fundur - 18.01.2016

Lögð fram fyrirspurn frá Sigvalda Ragnarssyni varðandi fyrirhugaða skerðingu Íslandspósts á póstþjónustu í dreifbýli.

Bæjarráð mótmælir fyrirhugaðri skerðingu á póstþjónustu í dreifbýli, eins og áform eru um.
Verði af þessum áformum liggur fyrir að það hefur verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrði og atvinnu í dreifbýli, sérstaklega á tímum þar sem mikið getur legið við að vörur og varahlutir berist með skjótum hætti.
Bæjarráð telur áformin lýsa grátlegu metnaðarleysi Íslandspóst gagnvart þjónustuhlutverki sínu við landið allt.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 20.01.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og mótmælir fyrirhugaðri skerðingu á póstþjónustu í dreifbýli, eins og áform eru um.
Verði af þessum áformum liggur fyrir að það hefur verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrði og atvinnu í dreifbýli, sérstaklega á tímum þar sem mikið getur legið við að vörur og varahlutir berist með skjótum hætti.
Bæjarstjórn telur áformin lýsa grátlegu metnaðarleysi Íslandspóst gagnvart þjónustuhlutverki sínu við landið allt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi viðbótartillaga lögð fram:
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað krefst þess að þegar verði hætt við þessi áform og yfirvöld tryggi ásættanlega póstþjónustu um land allt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 329. fundur - 08.02.2016

Lagt fram til kynningar svarbréf Íslandspósts við bókun bæjarstjórnar 20. janúar 2016.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 17.02.2016

Lagt fram til kynningar svarbréf Íslandspósts við bókun bæjarstjórnar 20. janúar 2016.