Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

329. fundur 08. febrúar 2016 kl. 09:00 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Gunnhildur Ingvarsdóttir 1. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir nokkra liði tengda fjármálum á yfirstandandi ári og væntanlegu uppgjöri ársins 2015.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir því að umhverfis- og skipulagsfulltrúi muni láta af störfum í lok maí og að stefnt sé að auglýsa starfið laust til umsóknar á næstunni, að höfðu samráði við umhverfis- og framkvæmdanefnd.
Einnig fór hann yfir skýringar á frávikum frá fjárhagsáætlun, sem varð á rekstri kaflans um landbúnaðarmál á síðasta ári.

2.Fundir stýrihóps um Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar, 2015

Málsnúmer 201502022Vakta málsnúmer

Lagðar fram fimm fundargerðir stýrihóps Alcoa og Landsvirkjunar frá 2.3.2015, 23.3.2015, 18.5. 2015, 9.9.2015 og 12.10.2015

Lagðar fram til kynningar.

3.Húsnæði barna- og leikskóla á Eiðum

Málsnúmer 201601181Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri og og fjármálastjóri gerðu grein fyrir viðræðum við fulltrúa búnaðarfélags og kvenfélags Eiðaþinghár. Fram kom m.a. að síðar í vikunni er boðað til formlegra funda í félögunum þar sem umfjöllunarefnið verður möguleg kaup félaganna á umræddu húsnæði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að vinna áfram að samningi um sölu húsnæðisins til félaganna eða félags í þeirra eigu og stefna að því að leggja drög að kaupsamningi fyrir næsta fund bæjarráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Frumvarp til laga um verslun með áfengi og tóbak

Málsnúmer 201602006Vakta málsnúmer

Lagt fram.

5.Póstdreifing í dreifbýli

Málsnúmer 201601084Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar svarbréf Íslandspósts við bókun bæjarstjórnar 20. janúar 2016.

6.Reglugerð um framlög í málaflokki fatlaðs fólks 2015

Málsnúmer 201602030Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að reglugerð.

Að lokinni umfjöllun um málið samþykkti bæjarráð að vísa erindinu til félagsmálanefndar til skoðunar og mögulegra athugasemda.

7.Fjarskiptasamband í dreifbýli

Málsnúmer 201302127Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð og ályktun frá fundi sveitar- og bæjarstjóra á Austurlandi dags. 02.02. 16.

Bæjarstjóri gerði grein fyrir þeim umræðum sem áttu sér stað á umræddum fundi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir ályktun bæjar- og sveitarstjóra frá fundi þeirra 2. febrúar sl. þar sem þess er krafist að tillögur varðandi ljósleiðaravæðingu dreifbýlis, verði teknar til endurskoðunar og að þær taki mið af niðurstöðum starfshóps innanríkisráðuneytisins.
Bæjarráð samþykkir jafn framt að auglýst verði formlega eftir aðilum sem kunni að hafa áform um að leggja ljósleiðara í dreifbýli sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Fundir með fulltrúum Vegagerðarinnar 2015.

Málsnúmer 201502121Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni varðandi breytingu á þjóðvegi 1 í Skriðdal og vegi um Öxi.

Bæjarráð þakkar svarið og hvetur Vegagerðina til að hraða undirbúningi verksins og halda sveitarfélaginu upplýstu um framvindu þess.

9.Styrkbeiðni Krabbameinsfélags Austurlands

Málsnúmer 201601145Vakta málsnúmer

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð samþykkir að veita Krabbameinsfélagi Austurlands styrk að þessu sinni að upphæð kr. 150.000 og verði fjarmagnið fært á lið 21-62.

10.Móttaka innflytjenda

Málsnúmer 201602056Vakta málsnúmer

Bæjarráð bendir á að fyrir liggur stefna í málefnum nýrra íbúa frá árinu 2009, en hún var unnin á vegum SSA og síðar tekin til samþykktar af hverju aðildarsveitarfélagi fyrir sig.
Bæjarráð beinir því til starfsmanna sveitarfélagsins að fara yfir hvernig framfylgd stefnunnar er háttað hjá Fljótsdalshéraði.
Jafnframt er bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að svara fyrirspurn Fjölmenningarseturs um málið.

11.Lög um opinber fjármál.

Málsnúmer 201602054Vakta málsnúmer

Lögð fram fundarboð vegna fundar um samstarf ríkis og sveitarfélaga á grundvelli laga um opinber fjármál, sem haldinn verður 18. febrúar n.k.

Bæjarráð óskar eftir því að bæjarstjóri og fjármálastjóri sæki fundinn fh. Fljótsdalshéraðs.

12.Fjarvarmaveitan á Eiðum

Málsnúmer 201504091Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að framfylgt verði ákvörðun bæjarstjórnar um að loka fjarvarmaveitunni á Eiðum, þar sem fyrir liggur kauptilboð í húsnæði bæarnaskólans, en þar er búnaður fjarvarmaveitunnar.
Bæjarstjóra falið að láta undirbúa framkvæmd málsins og kana hjá lögmanni sveitarfélagsins hverjar séu skyldur sveitarfélagsins, gagnvart eigendum þeirra fasteinga, sem tengjast fjarvarmaveitunni í dag.

Fundi slitið - kl. 12:00.