Móttaka innflytjenda

Málsnúmer 201602056

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 329. fundur - 08.02.2016

Bæjarráð bendir á að fyrir liggur stefna í málefnum nýrra íbúa frá árinu 2009, en hún var unnin á vegum SSA og síðar tekin til samþykktar af hverju aðildarsveitarfélagi fyrir sig.
Bæjarráð beinir því til starfsmanna sveitarfélagsins að fara yfir hvernig framfylgd stefnunnar er háttað hjá Fljótsdalshéraði.
Jafnframt er bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að svara fyrirspurn Fjölmenningarseturs um málið.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 17.02.2016

Á fundi bæjarráðs var bent á að fyrir liggur stefna í málefnum nýrra íbúa frá árinu 2009, en hún var unnin á vegum SSA og síðar tekin til samþykktar af hverju aðildarsveitarfélagi fyrir sig.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn beinir því til starfsmanna sveitarfélagsins að fara yfir hvernig framfylgd stefnunnar er háttað hjá Fljótsdalshéraði.
Jafnframt er bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að svara fyrirspurn Fjölmenningarseturs um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.