Fundir með fulltrúum Vegagerðarinnar 2015.

Málsnúmer 201502121

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 285. fundur - 23.02.2015

Bæjarráð ítrekar mikilvægi þess að fulltrúar sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar fundi með reglubundnum hætti, til að fara yfir vegaframkvæmdir innan sveitarfélagsins og á Austurlandi, ásamt ýmsum öðrum sameiginlegum málum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir slíkum fundi og að þangað komi fulltrúar yfirstjórnar Vegagerðarinnar, ásamt fulltrúum þeirra á Austurlandi. Einnig verði bæjarfulltrúar boðaðir á þann fund.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 212. fundur - 04.03.2015

Á fundi sínum 23.02. ítrekaði bæjarráð mikilvægi þess að fulltrúar sveitarfélagsins og Vegagerðarinnar fundi með reglubundnum hætti, til að fara yfir vegaframkvæmdir innan sveitarfélagsins og á Austurlandi, ásamt ýmsum öðrum sameiginlegum málum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og samþykkir að fela bæjarstjóra að óska eftir slíkum fundi og að þangað komi fulltrúar yfirstjórnar Vegagerðarinnar, ásamt fulltrúum þeirra á Austurlandi. Einnig verði bæjarfulltrúar boðaðir á þann fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 329. fundur - 08.02.2016

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni varðandi breytingu á þjóðvegi 1 í Skriðdal og vegi um Öxi.

Bæjarráð þakkar svarið og hvetur Vegagerðina til að hraða undirbúningi verksins og halda sveitarfélaginu upplýstu um framvindu þess.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 232. fundur - 17.02.2016

Lagt fram svarbréf frá Vegagerðinni varðandi breytingu á þjóðvegi 1 í Skriðdal og vegi um Öxi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og þakkar svarið og hvetur Vegagerðina til að hraða undirbúningi verksins, halda sveitarfélaginu upplýstu um framvindu þess og óskar jafnframt eftir tímaáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 336. fundur - 06.04.2016

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni, dagsett 22. mars 2016, með upplýsingum um stöðu mála varðandi þjóðveg 1 í Skriðdal og veg um Öxi.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar leggur áherslu á sem áður að Vegagerðin vinni markvisst að undirbúningi framkvæmdanna, með sérstaka áherslu á samninga við landeigendur um vegstæði.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni, dagsett 22. mars 2016, með upplýsingum um stöðu mála varðandi þjóðveg 1 í Skriðdal og veg um Öxi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og þakkar upplýsingarnar og leggur áherslu á sem áður að Vegagerðin vinni markvisst að undirbúningi framkvæmdanna, með sérstaka áherslu á samninga við landeigendur um vegstæði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.