Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

336. fundur 06. apríl 2016 kl. 13:00 - 15:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Þórður Mar Þorsteinsson 1. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Undir 1. lið á dagskrá sátu eftirtaldir bæjarfulltrúar kynninguna, auk bæjarráðs: Árni Kristinsson, Guðmundur Kröyer, Ester Kjartansdóttir og Gunnhildur Ingvarsdóttir.

1.Ársreikningur 2015

Málsnúmer 201604002Vakta málsnúmer

Hlynur Sigurðsson endurskoðandi KPMG, mætti á fundinn og kynnti ársreikning og endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015. Einnig fór Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri í upphafi yfir verklag við afgreiðslu ársreikningsins og helstu niðurstöðutölur úr rekstri Fljótsdalshéraðs árið 2015. Öllum bæjarfulltrúum stóð til boða að sitja fundinn undir kynningu Hlyns.

Jafnframt svöruðu þeir spurningum fundarmanna varðandi ársreikninginn og endurskoðunarskýrsluna.

Að lokinni kynningu, var þeim þökkuð koman og greinargóðar upplýsingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi og endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2015 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Jafnframt er fjármálastjóra falið að senda umrædd gögn strax til Kauphallarinnar til birtingar þar, að lokinni áritun bæjarráðs og bæjarstjóra, eins og reglur segja til um.

2.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2016

Málsnúmer 201601231Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 24. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga ásamt ársskýrslu og ársreikningi fyrir árið 2015.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.

3.Fundir með fulltrúum Vegagerðarinnar 2015.

Málsnúmer 201502121Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Vegagerðinni, dagsett 22. mars 2016, með upplýsingum um stöðu mála varðandi þjóðveg 1 í Skriðdal og veg um Öxi.

Bæjarráð þakkar upplýsingarnar leggur áherslu á sem áður að Vegagerðin vinni markvisst að undirbúningi framkvæmdanna, með sérstaka áherslu á samninga við landeigendur um vegstæði.

4.Byggðaáætlun 2017-2023

Málsnúmer 201604008Vakta málsnúmer

Kynnt fundarboð frá Byggðastofnun um kynningarfund sem haldinn verður í Þingmúla í Valaskjálf miðvikudaginn 13. apríl frá kl. 17 - 19.
Samþykkt að taka saman upplýsingar um hvaða kjörnir fulltrúar hyggjast mæta á fundinn og koma þeim upplýsingum til verkefnisstjóra sveitarstjórnarmála hjá SSA.

5.Safnastefna á sviði menningarminja - Austurland

Málsnúmer 201604009Vakta málsnúmer

Kynnt safnastefna á sviði menningarminja Austurlands, sem halda á Hótel Öldunni á Seyðisfirði 11. apríl kl. 10:00.

Bæjarráð leggur til að atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúi, ásamt kjörnum fulltrúa úr nefndinni sæki fundinn fh. sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 15:15.