Byggðaáætlun 2017-2023

Málsnúmer 201604008

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 336. fundur - 06.04.2016

Kynnt fundarboð frá Byggðastofnun um kynningarfund sem haldinn verður í Þingmúla í Valaskjálf miðvikudaginn 13. apríl frá kl. 17 - 19.
Samþykkt að taka saman upplýsingar um hvaða kjörnir fulltrúar hyggjast mæta á fundinn og koma þeim upplýsingum til verkefnisstjóra sveitarstjórnarmála hjá SSA.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Kynnt fundarboð frá Byggðastofnun um kynningarfund sem haldinn verður í Þingmúla í Valaskjálf miðvikudaginn 13. apríl frá kl. 17 - 19.

Afgreiðsla bæjarráðs staðfest.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 421. fundur - 19.03.2018

Lögð hafa verið fram drög að stefnumótandi byggðaáætlun 2018 - 2024. Áætlunin er til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins og er frestur til að skila inn umsögnum til miðvikudagsins 21. mars.
Bæjarráð fagnar framkomnum drögum og hvetur sem flesta til að kynna sér efni áætlunarinnar og skila inn umsögnum fyrir tilskilinn frest.