Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

421. fundur 19. mars 2018 kl. 09:00 - 10:45 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Anna Alexandersdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal varaformaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Þórður Mar Þorsteinsson 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2018

Málsnúmer 201801001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir nokkur mál sem varða rekstur og fjármál sveitarfélagsins.
M.a. lagði hann fram til kynningar ársreikning Landbótasjóðs.
Gerð var grein fyrir viðræðum stjórnar Landbótasjóðs og fulltrúa Landsvirkjunar varðandi breytingu á orðalagi í viðauka samnings á milli aðila.
Einnig kynnti Guðlaugur yfirlit yfir möguleg áhrif af nýjum kjarasamningi milli grunnskólakennara og sveitarfélaga, sem nú er í samþykktarferli.

2.Langtíma fjárfestingaráætlun

Málsnúmer 201803026

Í vinnslu.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2018

Málsnúmer 201802134

Kynntur viðauki 2 við fjárhagsáætlun 2018, vegna framlaga Minjasafns og Héraðsskjalasafns út af viðbótarframlagi í Lífeyrissjóðinn Brú. Um er að ræða hlutfallslegt framlag Fljótsdalshéraðs.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að hækka framlög til Héraðsskjalasafns og Minjasafns um kr. 2.590.000.
Fjármagnið verður tekið af lið 27010 og hefur ekki áhrif á rekstarniðurstöðu og efnahag sveitarfélagsins.

4.Fundargerð 7. fundar stjórnar SSA 5. mars 2018

Málsnúmer 201803056

Lagt fram til kynningar.

5.Almenningssamgöngur á Austurlandi

Málsnúmer 201606016

Lagt fram til kynningar.

6.Byggðaáætlun 2017-2023

Málsnúmer 201604008

Lögð hafa verið fram drög að stefnumótandi byggðaáætlun 2018 - 2024. Áætlunin er til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins og er frestur til að skila inn umsögnum til miðvikudagsins 21. mars.
Bæjarráð fagnar framkomnum drögum og hvetur sem flesta til að kynna sér efni áætlunarinnar og skila inn umsögnum fyrir tilskilinn frest.

7.Ungt Austurland.

Málsnúmer 201702061

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.

8.Upptökur á bæjarstjórnarfundum

Málsnúmer 201803089

Stefán Bogi Sveinsson fór yfir málið. Fram hafa komið ýmsar ábendingar um að núverandi útsendingarkerfi henti ekki til að skoða útsendingar af bæjarstjórnarfundum m.a. í snjalltækjum og hafi ekki verið uppfært eða þróað all lengi.

Bæjarráð óskar eftir því að umsjónarmaður tölvumála móti frekar tillögur um úrbætur á grunni þeirra upplýsinga sem hann hefur tekið saman og leggi þær fyrir bæjarráð ásamt kosnaðarmati.

9.Frumvarp til laga um persónuvernd

Málsnúmer 201803063

Lagt fram til kynningar.

10.Frumvarp til laga um Þjóðskrá Íslands

Málsnúmer 201803077

Bæjarráð mun ekki gefa umsögn um frumvarpið.

Fundi slitið - kl. 10:45.