Safnastefna á sviði menningarminja - Austurland

Málsnúmer 201604009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 336. fundur - 06.04.2016

Kynnt safnastefna á sviði menningarminja Austurlands, sem halda á Hótel Öldunni á Seyðisfirði 11. apríl kl. 10:00.

Bæjarráð leggur til að atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúi, ásamt kjörnum fulltrúa úr nefndinni sæki fundinn fh. sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 235. fundur - 06.04.2016

Kynnt safnastefna á sviði menningarminja Austurlands, sem haldin verður á Hótel Öldunni á Seyðisfirði 11. apríl kl. 10:00.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og leggur til að atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúi, ásamt kjörnum fulltrúa úr nefndinni sæki fundinn fh. sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.