Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs

230. fundur 20. janúar 2016 kl. 17:00 - 18:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Sigrún Blöndal forseti
  • Gunnar Jónsson forseti
  • Þórður Mar Þorsteinsson bæjarfulltrúi
  • Stefán Bogi Sveinsson bæjarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer bæjarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason bæjarfulltrúi
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir bæjarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðbjörg Björnsdóttir varamaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

Málsnúmer

1.1.Fjárfestinga- og viðhaldsáætlun 2013-2019 fyrir Safnahúsið

Málsnúmer 201311017

Lagt fram til kynningar.

1.2.Virðisaukaskattur vegna fólksflutninga

Málsnúmer 201512031

Lagt fram til kynningar.

1.3.Tækja- og tækniminjasafn í miðbæ Egilsstaða

Málsnúmer 201512088

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ræða við núverandi leigutaka að Miðvangi 31 um framtíðarstaðsetningu þeirrar starfsemi sem þar er í dag.
Jafnframt er erindinu vísað til atvinnu- og menningarnefndar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.4.Vatnajökulsþjóðgarður

Málsnúmer 201512093

Lagt fram til kynningar.

1.5.Uppgjör Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á rekstrargrunni

Málsnúmer 201512118

Lagt fram til kynningar.

1.6.Skipulagsbreytingar hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

Málsnúmer 201512119

Lagt fram til kynningar.

1.7.Frumvarp til laga um almennar íbúðir

Málsnúmer 201512123

Lagt fram til kynningar.

1.8.Frumvarp til laga um húsaleigulög

Málsnúmer 201512124

Lagt fram til kynningar.

1.9.Frumvarp til laga um húsnæðisbætur

Málsnúmer 201512125

Lagt fram til kynningar.

1.10.Jörðin Grunnavatn á Jökuldal

Málsnúmer 201508003

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs felur bæjarstjórn bæjarstjóra að ganga til viðræðna við bréfritara í samræmi við umræður sem fram fóru á fundi bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.11.Skráning og mat vatnsréttinda

Málsnúmer 200811060

Lagt fram til kynningar.

1.12.Þorrablótsnefnd Eiða- og Hjaltastaðaþinghár

Málsnúmer 201601004

Á fundi bæjarráðs var lagt fram bréf frá fimm nefndarmönnum þorrablótsnefndar þar sem fram kemur að vegna fámennis sé nefndin óstarfhæf og er óskað eftir því að bæjarstjórn hlutist til um að stokkað verði upp í umræddum nefndum sem fyrst.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn er sammála bæjarráði og telur það ekki vera hlutverk sveitarstjórnar að hlutast til um skipan þorrablótsnefnda og lítur svo á að þar sé um að ræða verkefni sem íbúar á viðkomandi svæðum verða að leysa.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

1.13.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201406079

Vísað til liðar 9 í þessari fundargerð.

2.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 326

Málsnúmer 1601007

Til máls tóku: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum og ræddi sérstaklega liði 2.4 og 2.7. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 2.3, 2.4 og 2.7. Þórður Mar Þorsteinsson, sem ræddi lið 2.4 og kynnti viðbót við tillögu, sem liggur fyrir undir þessum lið.

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Til kynningar.

2.2.Fundargerðir framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands 2016

Málsnúmer 201601120

Lagt fram til kynningar.

2.3.Austurbrú

Málsnúmer 201601083

Á fundi bæjarráðs var lögð fram fjárhagsáætlun Austurbrúar fyrir árið 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn er sammála bæjarráði og tekur undir þau markmið sem fram koma í áætluninni. Jafnframt telur bæjarstjórn mikilvægt að ársfjórðungslega berist sveitarfélögum á Austurlandi upplýsingar um stöðu verkefna og fjárhag stofnunarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.4.Póstdreifing í dreifbýli

Málsnúmer 201601084

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og mótmælir fyrirhugaðri skerðingu á póstþjónustu í dreifbýli, eins og áform eru um.
Verði af þessum áformum liggur fyrir að það hefur verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrði og atvinnu í dreifbýli, sérstaklega á tímum þar sem mikið getur legið við að vörur og varahlutir berist með skjótum hætti.
Bæjarstjórn telur áformin lýsa grátlegu metnaðarleysi Íslandspóst gagnvart þjónustuhlutverki sínu við landið allt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Eftirfarandi viðbótartillaga lögð fram:
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað krefst þess að þegar verði hætt við þessi áform og yfirvöld tryggi ásættanlega póstþjónustu um land allt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.5.Allsherjarþing Evrópusamtaka sveitarfélaga,CEMR á Kýpur

Málsnúmer 201601144

Lagt fram til kynningar.

2.6.Styrkbeiðni Krabbameinsfélags Austurlands

Málsnúmer 201601145

Í vinnslu.

2.7.Skráning og mat vatnsréttinda

Málsnúmer 200811060

Í bæjarráði voru lögð fram drög að bréf til Landsvirkjunar vegna álagningar fasteignaskatts á vatnsréttindi.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og er sammála því sem þar kemur fram, að álagning fasteignaskatts á vatnsréttindi falli í C flokk eins og fasteignaskattur af annarri atvinnustarfsemi.
Vegna mats annarra hliðstæðra vatnsréttinda innan sveitarfélagsins, felur bæjarstjórn bæjarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins, að setja fram kröfu til Þjóðskrár Íslands um endurmat fasteigna innan sveitarfélagsins, þar sem dómur Hæstaréttar um mat vatnsréttinda getur haft fordæmisgildi, sbr. einnig erindi Fljótsdalshéraðs til Þjóðskrár Íslands, dags. 18. júní 2008.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Atvinnu- og menningarnefnd - 28

Málsnúmer 1512016

Til máls tók: Guðmundur Kröyer, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

3.1.Atvinnumálasjóður Fljótsdalshéraðs 2016

Málsnúmer 201512068

Í vinnslu.

3.2.Ársskýrsla Bókasafns Héraðsbúa fyrir 2014

Málsnúmer 201512065

Lagt fram til kynningar.

3.3.Birtingaráætlun 2016

Málsnúmer 201512130

Fyrir liggur Birtingaráætlun vegna sameiginlegra auglýsinga Austurbrúar og sveitarfélaga á Austurlandi fyrir 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að hlutur Fljótsdalshéraðs í sameiginlegri kynningaráætlun verði eins og fram kemur í birtingaráætluninni kr. 656.250 og verði fjármagnið tekið af lið 13-63.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.4.Markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðnum/Frummatsskýrsla

Málsnúmer 201512055

Í vinnslu.

3.5.Menningar- og fræðslusetur í Læknishúsinu á Hjaltastað

Málsnúmer 201506108

Fyrir liggur tölvupóstur frá Hjörleifi Guttormssyni, dags. 9. desember 2015, með ósk um tilnefningu tengiliðar frá sveitarfélaginu í samráðshóp vegna hugmynda um menningar- og fræðslusetur á Hjaltastað.
Málinu vísað til nefndarinnar frá bæjarstjórn 16. desember 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi verði tengiliður sveitarfélagsins við samráðshópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.6.Perlur Fljótsdalshéraðs, bæklingur

Málsnúmer 201601046

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að Fljótsdalshérað taki þátt í gerð nýs kynningarefnis um Perlur Fljótsdalshéraðs allt að kr. 300.000 sem tekið verði af lið 13-63.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.7.Bæjarstjórnarbekkurinn 10.12. 2015 - Áfangastaðir

Málsnúmer 201512091

Fyrir nefndinni lá erindi frá Bæjarstjórnarbekknum í Barra 10. desember 2015 um áfangastaði í sveitarfélaginu. Atvinnu- og menningarnefnd vekur athygli á að nýlega var skipaður starfshópur á vegum sveitarfélagsins til að gera áætlun um uppbyggingu áfangastaða á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samkvæmt ábendingu nefndarinnar vísar bæjarstjórn erindinu til umrædds starfshóps til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.8.Bæjarstjórnarbekkurinn 10.12. 2015 - Fjölgun ferðamanna og mikilvægi uppbyggingar

Málsnúmer 201512090

Fyrir liggur erindi frá Bæjarstjórnarbekknum í Barra 10. desember 2015 um fjölgun ferðamanna og mikilvægi uppbyggingar því tengt.

Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu- og menningarnefnd um að mikilvægt er að innviðir sem tengjast ferðaþjónustu byggist upp í samræmi við þróun hennar, en vekur jafnframt athygli á að gistirýmum í sveitarfélaginu hefur fjölgað töluverð undanfarin ár. Jafnframt tekur bæjarstjórn undir það mat nefndarinnar, að enn séu möguleikar til aukningar á gistirýmum í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.9.Bæjarstjórnarbekkurinn 10.12. 2015 - Hvatar til uppbyggingar, lóðaverð ofl

Málsnúmer 201512089

Fyrir liggur erindi frá Bæjarstjórnarbekknum í Barra 10. desember 2015 um hvata til atvinnuuppbyggingar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir það sjónarmið atvinnu- og menningarnefndar, að æskilegt sé að ávallt sé til staðar gott og fjölbreytt framboð á deiliskipulögðum lóðum fyrir atvinnustarfsemi.
Í framhaldi af því samþykkir bæjarstjórn að gerð verði úttekt á deiliskipulögðum lóðum og ódeiliskipulögðum svæðum fyrir atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.10.Afgreiðsla menningarstyrkja, janúar 2016

Málsnúmer 201601053

Í vinnslu.

3.11.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090

Í vinnslu.

4.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 38

Málsnúmer 1601003

Til máls tóku: Ragnhildur Rós Indriðadóttir, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hún sérstaklega lið 4.13. Stefán Bogi Sveinsson, sem ræddi liði 4.11, 4.16 og 4.20 og Páll Sigvaldason, sem ræddi lið 4.20.

Fundargerðin lögð fram.

4.1.Minkaveiðar við Jökulsá á Dal

Málsnúmer 201601076

Í vinnslu.

4.2.Almenningssamgöngur 2016

Málsnúmer 201601057

Á fundi nefndarinnar voru lögð fram drög að samningi um akstur vegna almenningssamgangna tímabilið 1. janúar til 31. maí 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlagðan samning.
Jafnframt felur bæjarstjórn starfsmanni umhverfis- og framkvæmdanefndar að láta gera útboðsgögn fyrir almenningssamgöngur í þéttbýlinu við Lagarfljót, m.v. að nýr samningur taki gildi 1. júní 2016.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.3.Endurgreiðsla vegna minkaveiða 2015

Málsnúmer 201601003

Lagt fram til kynningar.

4.4.Ályktanir Náttúruverndarsamtaka Austurlands 2015

Málsnúmer 201512108

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

4.5.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði 2016

Málsnúmer 201511096

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir að í nýrri gjaldskrá fyrir árið 2017 verði brugðist við athugasemdum Heilbrigðiseftirlitsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.6.Sorphirðudagatal 2016

Málsnúmer 201512023

Lagðar fram tillögur að sorphirðudagatölum fyrir árið 2016.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn tillögu nr. 1 fyrir þéttbýlið og tillögu nr. 4 fyrir dreifbýlið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.7.Umsókn um uppsetningu skiltis við íþróttahúsið á Egilsstöðum

Málsnúmer 201601059

Erindi dagsett 21.12. 2015 þar sem atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi Fljótsdalshéraðs óskar eftir leyfi til að setja upp skilti á vegg utandyra við aðalinnganginn í íþróttahúsið á Egilsstöðum, sbr. meðfylgjandi mynd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.8.Kauptilboð í húseignina Heimatún 1

Málsnúmer 201601061

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að hafna tilboðinu þar sem ekki hefur verið tekin ákvörðun um sölu eignarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.9.Göngustígur frá Miðvangi 22 að Miðvangi 6

Málsnúmer 201601006

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað innfært 04.01. 2016 þar sem vakin er athygli á að malbika þurfi göngustíginn milli Miðvangs 22 og Miðvangs 6.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að vísa málinu inn í vinnslu við breytingar á deiliskipulagi Miðbæjar Egilsstaða.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.10.Aðgengi aldraðra og fatlaðra um götur Egilsstaða

Málsnúmer 201601005

Lögð er fram hugmynd af vefsvæðinu Betra Fljótsdalshérað innfært 04.01. 2016 þar sem vakin er athygli á að laga þurfi flestar/allar gangstéttar á Egilsstöðum og í Fellabæ. Niðurtektir kantsteina eru oft of brattar eða brúnir of háar, einnig þarf að endurskoða staðsetningu hliða á göngustígum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og bendir á að þegar er hafin vinna við úrbætur og verður þeirri vinnu haldið áfram samkvæmt starfsáætlun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.11.Niðurfelling vega af vegaskrá

Málsnúmer 201502018

Erindi dagsett 15.12. 2015 þar sem Vegagerðin tilkynnir um að Grímsárvirkjunarvegur uppfylli skilyrði til að vera áfram á vegaskrá.

Lagt fram til kynningar

4.12.Beiðni um endurmat fasteignamats/Miðvangur 1-3

Málsnúmer 201412068

Lagt fram til kynningar.

4.13.Sprengisandslína og aðrar framkvæmdir, ákvörðun um sameiginlegt mat eða ekki

Málsnúmer 201512056

Erindi dagsett 04.12. 2015 þar sem Skipulagsstofnun óskar eftir afstöðu Fljótsdalshéraðs til þess hvort tilgreind lagaskilyrði 2. mgr. 5. gr. matslaganna séu uppfyllt þannig að stofnunin geti tekið ákvörðun um hvort að ráðast þurfi í sameiginlegt umhverfismat Sprengisandslínu og annarra fyrirhugaðra framkvæmda sem eru fyrirhugaðar af hálfu Landsnets.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og telur að ekki eigi að fara fram sameiginlegt umhverfismat á Sprengisandslínu og öðrum línum í Kerfisáætlun Landsnets.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 sat hjá (RRI)

4.14.Beiðni um að fá að færa til innkeyrslu við Kauptún 1

Málsnúmer 201601066

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu aftur til umhverfis- og framkvæmdanefndar til frekari umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.15.Fundargerð 126. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands

Málsnúmer 201512036

Lagt fram til kynningar.

4.16.Lagfæring á vegaslóða um Sandaskörð

Málsnúmer 201601067

Erindi í tölvupósti dagsett 11.12. 2015 þar sem Jón Þórðarson f.h. Borgarfjarðarhrepps bendir á að línuvegurinn frá Hólalandi upp í Sandaskörð hafi verið lagfærður síðastliðið sumar og vegurinn hafi mikið verið notaður síðastliðið haust. Einnig er bent á að lagfæring á slóðanum frá Dölum í Hjaltastaðaþinghá upp í Sandaskörð myndi bjóða upp á mikla möguleika í ferðaþjónustu auk þess að þjóna bændum og veiðimönnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar ábendinguna.Jafnframt er samþykkt að setja vegslóða upp í Sandaskörð inn á áætlun um styrkvegi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.17.Gatnagerðargjöld tímabundinn afsláttur

Málsnúmer 201601068

Í vinnslu.

4.18.Beiðni um frest á flutningi

Málsnúmer 201506137

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

4.19.Uppsetning skilta

Málsnúmer 201601069

Erindi í tölvupósti dagsett 09.12. 2015 þar sem Margrét S. Árnadóttir f.h. Austurfarar ehf kt. 621215-1080 óskar eftir uppsetningu á upplýsingaskiltum vegna Egilsstaðastofu og tjaldsvæðis.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn tillöguna um staðsetningu skiltanna og felur starfsmanni nefndarinnar að láta koma þeim upp.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.20.Umsókn um lóð undir spennistöð við Selbrekku

Málsnúmer 201601060

Erindi í tölvupósti dagsett 23.12. 2015 þar sem Guðmundur Hólm Guðmundsson f.h. RARIK óskar eftir lóð undir spennistöð við Selbrekku, sjá meðfylgjandi loftmynd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem í gildandi deiliskipulagi fyrir Selbrekku er ekki gert ráð fyrir spennistöð á umræddu svæði, þá samþykir bæjarstjórn að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar, að gerð verði breyting á deiliskipulaginu þar sem gert verður ráð fyrir annarri staðsetningu á spennistöðinni.

Samþykkt með handauppréttingu með 8 atkv. en 1 sat hjá (SBS)

4.21.Hvammur II, deiliskipulag

Málsnúmer 201401181

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 05.11. 2014 að auglýsa tillögu að skipulagi fyrir Hvamm 2, á Fljótsdalshéraði. Tillagan ásamt greinargerð dags.22.01. 2014 var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga, frá 29.01. til 12.03. 2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 12.03. 2015.

Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Umhverfisstofnun dagsett 10.02.2015.
2) Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 16.02.2015.
3) Vegagerðinni dagsett 04.03.2015.
4) Minjastofnun dagsett 06.03.2015.

Athugasemdir:
1) Athugasemd er gerð við að rotþró vanti inn á uppdrátt.
2) Athugasemd er gerð við að rotþró vanti inn á uppdrátt.
3) Engin athugasemd.
4) Engin athugasemd, en bent á að óheimilt sé að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands. Málið var áður á dagskrá 25.03.2015.
Brugðist hefur verið við ofangreindum athugasemdum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt óbreytt og hún send Skipulagsstofnun til athugunar skv. 42. gr. Skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.22.Beiðni um að fá að hefja skammtímaleigu íbúðar.

Málsnúmer 201508017

Erindi í tölvupósti dagsett 05.08. 2015 þar sem Valþór Þorgeirsson f.h. Húsastóls kt. 640300-3450 óskar eftir leyfi til að hefja skammtímaleigu íbúða á neðri hæð Lagarási 12, Egilsstöðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn erindi umsækjanda.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (G.J)

4.23.Bæjarstjórnarbekkurinn 12.12.2015

Málsnúmer 201601079

Í vinnslu.

4.24.Skólabrún deiliskipulag

Málsnúmer 201309047

Málið er í vinnslu.

4.25.Snjómokstur og hálkuvarnir 2016

Málsnúmer 201512128

Lögð eru fram drög að samningi vegna snjómoksturs heimreiða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarstjórn framlögð drög og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að ganga frá samningum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Fræðslunefnd Fljótsdalshéraðs - 228

Málsnúmer 1601004

Fundargerðin lögð fram.

5.1.Egilsstaðaskóli - sjálfsmatsskýrsla 2014-2015

Málsnúmer 201510149

Lagt fram til kynningar.

5.2.Egilsstaðaskóli - nemendamál

Málsnúmer 201509016

Afgreitt af fræðslunefnd.

5.3.Gátlisti um ábyrgð skólanefnda skv. lögum og reglugerðum

Málsnúmer 201501057

Í vinnslu.

5.4.Skýrsla fræðslufulltrúa

Málsnúmer 201108127

Lagt fram til kynningar.

6.Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs - 48

Málsnúmer 1511021

Til máls tók: Björn Ingimarsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum.

Fundargerðin lögð fram.

6.1.Forvarnadagur 2016

Málsnúmer 201511091

Í vinnslu.

6.2.Fundur ungmennaráðs með bæjarstjórn

Málsnúmer 201601129

Á fundi ungmennaráðs kom fram að ákveða þarf dagsetningu fyrir sameiginlegan fund ungmennaráðs og bæjarstjórnar og leggja fram dagskrá.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að fela forseta bæjarstjórnar í samráði við bæjarstjóra að leggja fram lista yfir þau málefni sem bæjarstjórn vill ræða við ungmennaráðið á sameiginlegum fundi. Jafnframt er þeim falið að ganga frá dagskrá fyrir fundinn í samráði við starfsmann ungmennaráðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 323

Málsnúmer 1512015

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 324

Málsnúmer 1512018

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201406079

Kosning 6 aðalmanna og 6 til vara í undirkjörstjórnir Fljótsdalshéraðs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að eftirtaldir aðilar skipi undirkjörstjórnir Fljótsdalshéraðs:

Aðalmenn
Vignir Elvar Vignisson, Sóley Garðarsdóttir, Rannveig Árnadóttir, Kristinn Árnason, Guðmundur Davíðsson og Arna Christiansen.

Varamenn.
Sigurjón Jónasson, Lovísa Hreinsdóttir, Jón H. Jónsson, Katrín Ásgeirsdóttir, Jón Jónsson og Inga Rós Unnarsdóttir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 325

Málsnúmer 1512012

Til máls tók: Gunnar Jónsson, sem kynnti fundargerðina og lagði fram drög að bókunum. Einnig ræddi hann sérstaklega liði 1.1 og lið 1.8.

Fundargerðin lögð fram.

10.1.Fjármál 2016

Málsnúmer 201601001

Á fundi bæjarráðs var farið yfir íbúaþróun síðasta árs.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og hvetur íbúa sveitarfélagsins til að skrá lögheimili sitt til samræmis við heimilisfesti og hvar viðkomandi einstaklingar eða fjölskyldur þiggja sína þjónustu. Mikilvægt er að hafa í huga að þjónusta sveitarfélaga byggir að stórum hluta á þeim útsvarstekjum sem þau fá af skráðum íbúum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.2.Fundargerð 199.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

Málsnúmer 201601002

Lögð fram til kynningar.

10.3.Fundargerðir Ársala bs. 2015

Málsnúmer 201501268

Lögð fram til kynningar.

10.4.Fundargerð 833. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201512086

Lögð fram til kynningar.

10.5.Fundargerð 834. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201512087

Lögð fram til kynningar.

10.6.Fundur um Safnahúsið 11.desember 2015

Málsnúmer 201512103

Lögð fram til kynningar.

10.7.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

Málsnúmer 201512084

Lagt fram til kynningar.

10.8.Loftslagsmál og endurheimt votlendis

Málsnúmer 201511088

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa erindinu til náttúruverndarnefndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 18:30.