Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs felur bæjarstjórn bæjarstjóra að ganga til viðræðna við bréfritara í samræmi við umræður sem fram fóru á fundi bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita yfirlýsingu um afsal réttinda og viðurkenningu eignarréttar sveitarfélagsins á jörðinni Grunnavatni. Afgreiðsla málsins verður síðan lögð formlega fyrir bæjarráð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra umboð til að undirrita yfirlýsingu um afsal réttinda og viðurkenningu eignarréttar sveitarfélagsins á jörðinni Grunnavatni. Afgreiðsla málsins verður síðan lögð formlega fyrir bæjarráð.