Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

307. fundur 31. ágúst 2015 kl. 08:00 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

Málsnúmer 201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis rekstrartengd mál.
Einnig farið yfir fleiri mál sem tengjast rekstri sveitarfélagsins.

2.Fundargerð 192. fundar stjórnar HEF

Málsnúmer 201508055

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir samgöngunefndar.

Málsnúmer 201507036

Fundargerð 5. fundar samgöngunefndar SSA, frá 18. ágúst 2015 lögð framtil kynningar.

4.Gjaldskrár stofnana sveitarfélgasins

Málsnúmer 201508091

Lögð fram drög að nýrri gjaldskrá stofnana sveitarfélagsins, eins og hún hefur verið sett upp af viðkomandi deildarstjórum.

Bæjarráð samþykkir að fresta málinu til næsta reglulega fundar bæjarráðs, að fengnu afriti af drögum að reglum.

5.Sláturhúsið menningarsetur ehf./Ársreikningur 2014

Málsnúmer 201508052

Lagður fram ársreikningur Sláturhússins Menningarseturs, vegna ársins 2014 og tekin fyrir fundargerð aðalfundar frá 28. ágúst 2015.

Bæjarráð staðfestir hann fyrir sitt leyti. Fjármálastjóra falið að gera tillögu um að færa niður hlutafé Sláturhússins menningarseturs ehf, niður í eðlilegt lágmark og jafna í leiðinni viðskiptastöðu gagnvart A-hluta.

6.Fasteignafélag Iðavalla ehf. /Ársreikningur 2014

Málsnúmer 201508053

Lagður fram ársreikningur Fasteignafélagsins Iðavalla ehf. vegna ársins 2014 og tekin fyrir fundargerð aðalfundar frá 28. ágúst 2015.

Bæjarráð staðfestir ársreikninginn fyrir sitt leyti.

7.Jörðin Grunnavatn á Jökuldal

Málsnúmer 201508003

Málið var áður á dagskrá bæjarráðs 10. ágúst sl.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að svara erindinu.

8.Aðalfundur SSA 2015

Málsnúmer 201503113

Lagður fram tölvupóstur, dags. 18. ágúst 2015 frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi þar sem óskað er eftir tillögum um málefni til umfjöllunar í nefndum á aðalfundar SSA.
Bæjarráð samþykkir að vísa framkomnum tillögum stjórnar til nefnda sveitarfélagsins til upplýsingar og óskar eftir að ábendingum um efni þeirra verið komið á framfæri við kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs á aðalfundi SSA.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að gera tillögu að viðbót við ályktun um heilbrigðisþjónustu, sem komið verði á framfæri við SSA hið fyrsta.

9.Almenningssamgöngur fyrir nemendur Hússtjórnarskólans á Hallormsstað

Málsnúmer 201508080

Lagður fram tölvupóstar, annarsvegar frá Bryndísi Fionu Ford, skólameistara Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað og hinsvegar frá Maríönnu Jóhannsdóttur, kennslustjóra starfsmenntabrautar ME, varðandi strætóferðir milli Egilsstaða og Hallormsstaðar.

Bæjarráð óskar eftir því við fræðslufulltrúa og umhverfisfulltrúa að þau setjist yfir þær óskir sem fram koma í þessum erindum og geri tillögu að því hvernig væri mögulegt að koma til móst við þær.

Fundi slitið - kl. 10:30.