Aðalfundur SSA 2015

Málsnúmer 201503113

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 289. fundur - 23.03.2015

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi þar sem tilkynnt er að aðalfundur sambandsins verði haldinn á Djúpavogi 2. og 3. október 2015.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 214. fundur - 01.04.2015

Í tölvupósti frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi kemur fram að aðalfundur sambandsins verði haldinn á Djúpavogi 2. og 3. október 2015.

Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 307. fundur - 31.08.2015

Lagður fram tölvupóstur, dags. 18. ágúst 2015 frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi þar sem óskað er eftir tillögum um málefni til umfjöllunar í nefndum á aðalfundar SSA.
Bæjarráð samþykkir að vísa framkomnum tillögum stjórnar til nefnda sveitarfélagsins til upplýsingar og óskar eftir að ábendingum um efni þeirra verið komið á framfæri við kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs á aðalfundi SSA.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að gera tillögu að viðbót við ályktun um heilbrigðisþjónustu, sem komið verði á framfæri við SSA hið fyrsta.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 222. fundur - 02.09.2015

Lagður fram tölvupóstur, dags. 18. ágúst 2015 frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi þar sem óskað er eftir tillögum um málefni til umfjöllunar í nefndum á aðalfundar SSA.

Eftirfarandi tilaga lögð fram:
Bæjarstjórn samþykkir að vísa framkomnum tillögum stjórnar til nefnda sveitarfélagsins til upplýsingar og óskar eftir að ábendingum um efni þeirra verið komið á framfæri við kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs á aðalfundi SSA.
Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að gera tillögu að viðbót við ályktun um heilbrigðisþjónustu, sem komið verði á framfæri við SSA hið fyrsta.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 309. fundur - 07.09.2015

Farið yfir undirbúning fyrir aðalfund SSA sem haldinn verður á Djúpavogi 2. og 3. október nk.

Fram kom að verkefnastjóri sveitarstjórnamála mun koma á fund bæjarstjórnar 16. september nk. til að fara yfir drög að alyktunum.

Atvinnu- og menningarnefnd - 22. fundur - 07.09.2015

Lagður fram tölvupóstur, dags. 18. ágúst 2015 frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi þar sem óskað er eftir tillögum um málefni til umfjöllunar í nefndum á aðalfundar SSA.
Bæjarráð á fundi sínum 31. ágúst 2015, vísaði framkomnum tillögum stjórnar til nefnda sveitarfélagsins til upplýsingar og óskar eftir að ábendingum um efni þeirra verið komið á framfæri við kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs á aðalfundi SSA.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að bætt verði við tillögu um að Rarik og Landsnet verði sameinuð m.a. með það að markmiði að styrkja þjónustu við íbúa Austurlands. Höfuðstöðvum þessara stofnana verði fundinn staður á Egilsstöðum.

Einnig verði bætt við tillögu um að verð á flugvélaeldsneyti verði það sama á öllum millilandaflugvöllum landsins.

Þá verði bætt við tillögu um að auknu fjármagni verði varið til skógræktar og að starfsstöð Skógræktar ríkisins verði efld á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 16.09.2015

Tillögum sem fram komu hjá atvinnu- og menningarnefnd vísað til vinnu við undirbúning að ályktunum aðalfundar SSA 2015.