Lagfæring á vegaslóða um Sandaskörð

Málsnúmer 201601067

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 38. fundur - 13.01.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 11.12.2015 þar sem Jón Þórðarson f.h. Borgarfjarðarhrepps bendir á að línuvegurinn frá Hólalandi upp í Sandaskörð hafi verið lagfærður síðastliðið sumar og vegurnn hafi mikið verið notaður síðastliðið haust. Einnig er bent á að lagfæring á slóðanum frá Dölum í Hjaltastaðaþinghá upp í Sandaskörð myndi bjóða upp á mikla möguleika í ferðaþjónustu auk þess að þjóna bændum og veiðimönnum .

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd þakkar ábendinguna. Nefndin samþykkir að setja vegslóða upp í Sandaskörð inn á áætlun um styrkvegi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 20.01.2016

Erindi í tölvupósti dagsett 11.12. 2015 þar sem Jón Þórðarson f.h. Borgarfjarðarhrepps bendir á að línuvegurinn frá Hólalandi upp í Sandaskörð hafi verið lagfærður síðastliðið sumar og vegurinn hafi mikið verið notaður síðastliðið haust. Einnig er bent á að lagfæring á slóðanum frá Dölum í Hjaltastaðaþinghá upp í Sandaskörð myndi bjóða upp á mikla möguleika í ferðaþjónustu auk þess að þjóna bændum og veiðimönnum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og þakkar ábendinguna.Jafnframt er samþykkt að setja vegslóða upp í Sandaskörð inn á áætlun um styrkvegi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.