Fyrir liggur slóð á Frummatsskýrslu vegna markaðsrannsókna á eldsneytismarkaðnum frá Samkeppnisstofnun og bréf frá stofnuninni þar sem sveitarfélagingu er gefinn kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum og athugasemdum vegna skýrslunnar. Málinu var vísað til nefndarinnar frá bæjarráði 14. desember 2015.
Málið er í vinnslu og verður tekið aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Fyrir liggur slóð á Frummatsskýrslu vegna markaðsrannsókna á eldsneytismarkaðnum frá Samkeppnisstofnun og bréf frá stofnuninni þar sem sveitarfélagingu er gefinn kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum og athugasemdum vegna skýrslunnar. Málinu var vísað til nefndarinnar frá bæjarráði 14. desember 2015 og var einnig á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur fram eftirfarandi bókun: Verð á eldsneyti, t.d. á farartæki hefur mikil áhrif á hag almennings og rekstur fyrirtækja í sveitarfélagi eins og Fljótsdalshéraði, enda oft langt að sækja atvinnu eða sérhæfða þjónustu á milli byggðarlaga og landssvæða. Atvinnu- og menningarnefnd leggur því ríka áherslu á að allra leiða sé leitað til að gera úrbætur á núverandi umhverfi eldsneytismarkaðarins þannig að eldsneytisverð sé ætíð eins lágt og kostur er og endurspegli jafnframt heimsmarkaðsverð. Eldsneytisverð innan lands sé alls staðar það sama og raski þannig ekki möguleikum til búsetu og atvinnuuppbyggingar.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur sérstaka áherslu á að Samkeppniseftirlitið skoði í markaðsrannsókn sinni þau samkeppnishindrandi áhrif sem hærra eldsneytisverð á Egilsstaðaflugvelli hefur á millilandaflug um völlinn, ef miðað er við eldsneytisverð á öðrum millilandaflugvöllum hérlendis. Nefndin leggur jafnframt til að útfærðar verði leiðir til að jafna verð á flugvélaeldsneyti sem selt er á flugvöllum landsins þannig að eldsneytisverð og eldsneytisbúnaður sé ekki þáttur sem hafi neikvæð áhrif á þróun millilandsflugs um aðra flugvelli en Keflavíkurflugvöll.
Fyrir liggur slóð á Frummatsskýrslu vegna markaðsrannsókna á eldsneytismarkaðnum frá Samkeppnisstofnun og bréf frá stofnuninni þar sem sveitarfélaginu er gefinn kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum og athugasemdum vegna skýrslunnar. Málinu var vísað til nefndarinnar frá bæjarráði 14. desember 2015 og var einnig á dagskrá síðasta fundar nefndarinnar.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur fram eftirfarandi bókun: Verð á eldsneyti, t.d. á farartæki hefur mikil áhrif á hag almennings og rekstur fyrirtækja í sveitarfélagi eins og Fljótsdalshéraði, enda oft langt að sækja atvinnu eða sérhæfða þjónustu á milli byggðarlaga og landssvæða. Atvinnu- og menningarnefnd leggur því ríka áherslu á að allra leiða sé leitað til að gera úrbætur á núverandi umhverfi eldsneytismarkaðarins þannig að eldsneytisverð sé ætíð eins lágt og kostur er og endurspegli jafnframt heimsmarkaðsverð. Eldsneytisverð innan lands sé alls staðar það sama og raski þannig ekki möguleikum til búsetu og atvinnuuppbyggingar.
Atvinnu- og menningarnefnd leggur sérstaka áherslu á að Samkeppniseftirlitið skoði í markaðsrannsókn sinni þau samkeppnishindrandi áhrif sem hærra eldsneytisverð á Egilsstaðaflugvelli hefur á millilandaflug um völlinn, ef miðað er við eldsneytisverð á öðrum millilandaflugvöllum hérlendis. Nefndin leggur jafnframt til að útfærðar verði leiðir til að jafna verð á flugvélaeldsneyti sem selt er á flugvöllum landsins þannig að eldsneytisverð og eldsneytisbúnaður sé ekki þáttur sem hafi neikvæð áhrif á þróun millilandsflugs um aðra flugvelli en Keflavíkurflugvöll.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn tekur heils hugar undir bókun atvinnu- og menningarnefndar og hvetur Samkeppnisstofnun, stjórnvöld og söluaðila til að hafa framangreind sjónarmið í huga við verðlagningu og verðjöfnun eldsneytis.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til úrvinnslu.