Ræddur mögulegur tímabundinn afsláttur af gatnagerðargjöldum á óbyggðum lóðum á tilteknum svæðum, þar sem eru fullfrágengnar götur með tilbúnum tengistútum. Bæjarráð samþykkir að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að fara yfir málið og gera tillögur að mögulegri málsmeðferð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Varðandi launagreiðslur til nefnda á næsta ári leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að fylgt verði meðaltalshækkun launa skv. kjarasamningum FOSA, líkt og verið hefur, en hækkunin taki gildi 1. janúar 2016. Samþykkt samhljóða.
2.Fundargerð 42. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi
Bæjarstjóri fór yfir málið og sagði frá fundi sem stjórn Brunavarna á Austurlandi sat nýlega með fulltrúum frá Mannvirkjastofnun. Þar var niðurstaðan að brunavarnaáætlun yrði unnin áfram í samráði þessara aðila.
Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
3.Menningar- og fræðslusetur í Læknishúsinu á Hjaltastað
Lagður fram tölvupóstur frá Hjörleifi Guttormssyni, dags. 9. desember 2015, með ósk um tilnefningu fulltrúa í samráðshóp vegna hugmynda um menningar- og fræðslusetur á Hjaltastað.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar.
4.Markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðnum/Frummatsskýrsla
Farið yfir þau erindi sem bárust á bæjarstjórnarbekknum sem haldinn var í Barra sl. laugardag. Bæjarstjóra falið að koma erindunum á framfæri við viðkomandi nefndir og starfsmenn.
Einnig lögð fram eftirfarandi vísa sem bæjarráði var afhent við það tækifæri.
Bæjarstjórnarbekkurinn berst við röfl og tuð. Krúttlegur Jólakötturinn kemur þeim í stuð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að jólaleyfi bæjarstjórnar verði frá og með 17. desember til og með 8. janúar. Bæjarráð fari með fullnaðarafgreiðsluumboð á þeim tíma og verður kallað saman ef þurfa þykir. Næsti reglulegi fundur bæjarráðs er áformaður 11. janúar.
Bæjarráð samþykkir að fela umhverfis- og framkvæmdanefnd að fara yfir málið og gera tillögur að mögulegri málsmeðferð.
Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Varðandi launagreiðslur til nefnda á næsta ári leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að fylgt verði meðaltalshækkun launa skv. kjarasamningum FOSA, líkt og verið hefur, en hækkunin taki gildi 1. janúar 2016.
Samþykkt samhljóða.