Menningar- og fræðslusetur í Læknishúsinu á Hjaltastað

Málsnúmer 201506108

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 300. fundur - 22.06.2015

Lagt fram erindi frá Hjörleifi Guttormssyni um hugmyndir hans að gera læknishúsið á Hjaltastað að menningar og fræðslusetri, þegar fram líða stundir.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til atvinnu- og menningarnefndar til umsagnar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 22. fundur - 07.09.2015

Lagt fram erindi frá Hjörleifi Guttormssyni um hugmyndir hans að gera læknishúsið á Hjaltastað að menningar og fræðslusetri, þegar fram líða stundir.

Málinu vísað frá bæjarráði 22. júní 2015 til atvinnu- og menningarnefndar til umsagnar.

Atvinnu og menningarnefnd finnst hugmyndin áhugaverð og fagnar frumkvæði sendanda erindisins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 223. fundur - 16.09.2015

Á fundi nefndarinnar var lagt fram erindi frá Hjörleifi Guttormssyni um hugmyndir hans að gera læknishúsið á Hjaltastað að menningar og fræðslusetri, þegar fram líða stundir. Málinu var vísað frá bæjarráði 22. júní 2015 til atvinnu- og menningarnefndar til umsagnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með atvinnu og menningarnefnd og finnst hugmyndin áhugaverð og fagnar frumkvæði sendanda erindisins. Bæjarstjórn bendir þó á að í gildi er leigusamningur um húsnæðið og ráðstöfun þess því tengd framvindu hans.

Samþykkt með 8 atkv. en 1 sat hjá (SBS)

Stefán Bogi gerði eftirfarandi grein fyrir atkvæði sínu:
Í ljósi þess að í gildi er leigusamningur um húsið tel ég ótímabært að taka afstöðu til hugmynda um aðra nýtingu á því. Því til viðbótar tel ég að nokkrar þær hugmyndir sem koma fram í erindi bréfritara þyrftu nánari skoðun áður en afstaða er tekin til þeirra.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 322. fundur - 14.12.2015

Lagður fram tölvupóstur frá Hjörleifi Guttormssyni, dags. 9. desember 2015, með ósk um tilnefningu fulltrúa í samráðshóp vegna hugmynda um menningar- og fræðslusetur á Hjaltastað.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 229. fundur - 16.12.2015

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umfjöllunar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 28. fundur - 11.01.2016

Fyrir liggur tölvupóstur frá Hjörleifi Guttormssyni, dags. 9. desember 2015, með ósk um tilnefningu tengiliðar frá sveitarfélaginu í samráðshóp vegna hugmynda um menningar- og fræðslusetur á Hjaltastað.
Málinu vísað til nefndarinnar frá bæjarstjórn 16. desember 2015.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi verði tengiliður sveitarfélagsins við samráðshópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 20.01.2016

Fyrir liggur tölvupóstur frá Hjörleifi Guttormssyni, dags. 9. desember 2015, með ósk um tilnefningu tengiliðar frá sveitarfélaginu í samráðshóp vegna hugmynda um menningar- og fræðslusetur á Hjaltastað.
Málinu vísað til nefndarinnar frá bæjarstjórn 16. desember 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu atvinnu- og menningarnefndar samþykkir bæjarstjórn að atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi verði tengiliður sveitarfélagsins við samráðshópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 33. fundur - 11.04.2016

Fyrir liggur fundargerð samráðshóps um menningar- og fræðslusetur í Læknishúsinu á Hjaltastað, sem haldinn var 5. mars 2016.

Lagt fram til kynningar.