Atvinnu- og menningarnefnd

28. fundur 11. janúar 2016 kl. 17:00 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer formaður
  • Ragnhildur Rós Indriðadóttir aðalmaður
  • Þórður Mar Þorsteinsson aðalmaður
  • Gunnar Þór Sigbjörnsson aðalmaður
  • Kristjana Jónsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-. menningar- og íþróttafulltrúi

1.Atvinnumálasjóður Fljótsdalshéraðs 2016

Málsnúmer 201512068

Málið í vinnslu

2.Ársskýrsla Bókasafns Héraðsbúa fyrir 2014

Málsnúmer 201512065

Fyrir liggur ársskýrsla Bókasafns Héraðsbúa dagsett 4. desember 2015, gerð af forstöðumanni safnsins.

Lagt fram til kynningar.

3.Birtingaáætlun 2016

Málsnúmer 201512130

Fyrir liggur Birtingaráætlun vegna sameiginlegra auglýsinga Austurbrúar og sveitarfélaga á Austurlandi fyrir 2016.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að hlutur Fljótsdalshéraðs í sameiginlegri kynningaráætlun verði samkvæmt birtingaráætluninni kr. 656.250 sem verði tekið af lið 13.63.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Markaðsrannsókn á eldsneytismarkaðnum/Frummatsskýrsla

Málsnúmer 201512055

Fyrir liggur slóð á Frummatsskýrslu vegna markaðsrannsókna á eldsneytismarkaðnum frá Samkeppnisstofnun og bréf frá stofnuninni þar sem sveitarfélagingu er gefinn kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum og athugasemdum vegna skýrslunnar.
Málinu var vísað til nefndarinnar frá bæjarráði 14. desember 2015.

Málið er í vinnslu og verður tekið aftur fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Menningar- og fræðslusetur í Læknishúsinu á Hjaltastað

Málsnúmer 201506108

Fyrir liggur tölvupóstur frá Hjörleifi Guttormssyni, dags. 9. desember 2015, með ósk um tilnefningu tengiliðar frá sveitarfélaginu í samráðshóp vegna hugmynda um menningar- og fræðslusetur á Hjaltastað.
Málinu vísað til nefndarinnar frá bæjarstjórn 16. desember 2015.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi verði tengiliður sveitarfélagsins við samráðshópinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Perlur Fljótsdalshéraðs, bæklingur

Málsnúmer 201601046

Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að Fljótsdalshérað taki þátt í gerð nýs kynningarefnis um Perlur Fljótsdalshéraðs allt að kr. 300.000 sem tekið verði af lið 13.63.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Bæjarstjórnarbekkurinn 10.12. 2015 - Áfangastaðir

Málsnúmer 201512091

Fyrir liggur erindi frá Bæjarstjórnarbekknum í Barra 10. desember 2015 um áfangastaði í sveitarfélaginu.

Atvinnu- og menningarnefnd vekur athygli á að nýlega var skipaður starfshópur á vegum sveitarfélagsins til að gera áætlun um uppbyggingu áfangastaða á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Bæjarstjórnarbekkurinn 10.12. 2015 - Fjölgun ferðamanna og mikilvægi uppbyggingar

Málsnúmer 201512090

Fyrir liggur erindi frá Bæjarstjórnarbekknum í Barra 10. desember 2015 um fjölgun ferðamanna og mikilvægi uppbyggingar því tengt.

Atvinnu- og menningarnefnd tekur undir að mikilvægt er að innviðir sem tengjast ferðaþjónustu byggist upp í samræmi við þróun hennar en vekur jafnframt athygli á að gistirýmum í sveitarfélaginu hefur fjölgað töluverð undanfarin ár. En mat nefndarinnar er að enn séu möguleikar til aukningar á gistirýmun í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Bæjarstjórnarbekkurinn 10.12. 2015 - Hvatar til uppbyggingar, lóðaverð ofl

Málsnúmer 201512089

Fyrir liggur erindi frá Bæjarstjórnarbekknum í Barra 10. desember 2015 um hvata til atvinnuuppbyggingar.

Atvinnu- og menningarnefnd leggur áherslu á að ávallt sé til staðar gott og fjölbreytt framboð á deiliskipilögðum lóðum fyrir atvinnustarfsemi.

Nefndin leggur til að gerð verði úttekt á deiliskipulögðum lóðum og ódeiliskipulögðum svæðum fyrir atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Afgreiðsla menningarstyrkja, janúar 2016

Málsnúmer 201601053

Fyrir liggja umsóknir um menningarstyrki, samkvæmt auglýsingu og umsóknarfresti sem var til 18. desember 2015.

Málið er í vinnslu og verður tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

11.Menningarstefna Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201408090

Fyrir liggja drög að menningarstefnu Fljótsdalshéraðs.

Farið var yfir drögin, nokkrar athugasemdir bárust og mun starfshópurinn um menningarstefnuna taka hana áfram til umfjöllunar og leggja endanleg drög fyrir nefndina við fyrsta tækifæri.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 20:00.