Afgreiðsla menningarstyrkja, janúar 2016

Málsnúmer 201601053

Atvinnu- og menningarnefnd - 28. fundur - 11.01.2016

Fyrir liggja umsóknir um menningarstyrki, samkvæmt auglýsingu og umsóknarfresti sem var til 18. desember 2015.

Málið er í vinnslu og verður tekið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Atvinnu- og menningarnefnd - 29. fundur - 25.01.2016

Fyrir liggja umsóknir um menningarstyrki en umsóknarfrestur var til og með 18. desember 2015. Alls bárust 29 umsóknir með beiðni um styrki að upphæð rúmar 10 milljónir, þar af barst ein umsókn eftir að umsóknarfrestur rann út og var hún ekki tekin til greina við úthlutun. Til úthlutunar voru kr. 3.500.000. Atvinnu- og menningarnefnd leggur til að styrkjum til menningarmála verði úthlutað með eftirfarandi hætti:

- Félag um minningarreit við Sleðbrjótskirkju vegna útilistaverks við Sleðbrjótskirkju kr. 100.000

- Emelía Antonsdóttir vegna námskeiða í listdansi kr. 250.000

- Kammerkór Egilsstaðakirkju vegna tónleika á Íslandi og í Vesteralen kr. 250.000

- Leikfélag Fljótsdalshéraðs vegna almennrar liststarfsemi félagsins kr. 500.000

- Kvennakórinn Héraðsdætur vegna almennrar liststarfsemi kórsins kr. 100.000

- Þroskahjálp Austurlandi vegna Listar án landamæra 2016 kr. 200.000

- Leiksmiðja Austurlands vegna gönguleiksýningarinnar Hér verða vegamót kr. 200.000

- Héraðsskjalasafn Austfirðinga vegna sýningar á verkum Jóns A. Stefánssonar frá Möðrudal kr. 150.000

- Söguslóðir Austurlands vegna dagskrár um fornminjar og austfirska landnámskonu kr. 90.000

- Myndlistarfélag Fljótsdalshéraðs vegna afmælissýningar myndlistarfélagsins 2016 kr. 200.000

- Rótarýklúbbur Héraðsbúa vegna dagskrár helgaðri fjölmenningu kr. 50.000

- Suncana Slamnig vegna tónlistarsumarbúða kr. 100.000

- Charles Ross vegna tónverka sem byggja á verkum Stórvals og tónleika kr. 200.000

- Djassklúbbur Egilsstaða vegna Jasshátíðar Egilsstaða kr. 400.000

- Leikfélagið Frjálst orð vegna uppsetningar á leikriti um síðustu aftökuna á Austurlandi kr. 100.000

- Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs vegna leiklistarhátíðar áhugaleikfélaga á Austurlandi kr. 150.000

- Breki Steinn Mánason vegna raftónlistarhátíðar á Egilsstöðum kr. 100.000

- Stúlknakórinn Liljurnar vegna samnorræns kóramóts kr. 100.000

- Tónlistarstundir tónleikaröð í Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju kr. 250.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 231. fundur - 03.02.2016

Afgreiðsla atvinnu- og menningarnefndar staðfest.