Bæjarstjórnarbekkurinn 10.12. 2015 - Áfangastaðir

Málsnúmer 201512091

Atvinnu- og menningarnefnd - 28. fundur - 11.01.2016

Fyrir liggur erindi frá Bæjarstjórnarbekknum í Barra 10. desember 2015 um áfangastaði í sveitarfélaginu.

Atvinnu- og menningarnefnd vekur athygli á að nýlega var skipaður starfshópur á vegum sveitarfélagsins til að gera áætlun um uppbyggingu áfangastaða á Fljótsdalshéraði.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 20.01.2016

Fyrir nefndinni lá erindi frá Bæjarstjórnarbekknum í Barra 10. desember 2015 um áfangastaði í sveitarfélaginu. Atvinnu- og menningarnefnd vekur athygli á að nýlega var skipaður starfshópur á vegum sveitarfélagsins til að gera áætlun um uppbyggingu áfangastaða á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samkvæmt ábendingu nefndarinnar vísar bæjarstjórn erindinu til umrædds starfshóps til úrvinnslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.