Tækja- og tækniminjasafn í miðbæ Egilsstaða

Málsnúmer 201512088

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 325. fundur - 11.01.2016

Lagt fram bréf frá Samgöngu og tækjasafni Austurlands ásamt Mótorhjólaklúbbnum Goðum um formlegar viðræður um uppbyggingu tækja- og tækniminjasafns í miðbæ Egilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við núverandi leigutaka að Miðvangi 31 um framtíðarstaðsetningu þeirrar starfsemi sem þar er í dag.
Jafnframt er erindinu vísað til atvinnu- og menningarnefndar til umsagnar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 230. fundur - 20.01.2016

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu bæjarráðs samþykkir bæjarstjórn að fela bæjarstjóra að ræða við núverandi leigutaka að Miðvangi 31 um framtíðarstaðsetningu þeirrar starfsemi sem þar er í dag.
Jafnframt er erindinu vísað til atvinnu- og menningarnefndar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Atvinnu- og menningarnefnd - 29. fundur - 25.01.2016

Fyrir liggur bréf frá Samgöngu- og tækjasafni Austurlands ásamt Mótorhjólaklúbbnum Goðum um formlegar viðræður um uppbyggingu tækja- og tækniminjasafns í miðbæ Egilsstaða.

Á fundi bæjarráðs 11. janúar 2016 var samþykkt að fela bæjarstjóra að ræða við núverandi leigutaka að Miðvangi 31 um framtíðarstaðsetningu þeirrar starfsemi sem þar er í dag. Bæjarráð vísaði jafnframt erindinu til atvinnu- og menningarnefndar til umsagnar.

Atvinnu- og menningarnefnd lýst vel á hugmyndir um staðsetningu tækja- og tækniminjasafns að Miðvangi 31. En samkvæmt núverandi skipulagi yrði um tímabundna lausn að ræða á lóðinni. Nefndin telur að ef vel tekst til muni safn af þessum toga geta orðið áhugaverður áfangastaður ferðamanna og íbúa svæðisins. Nefndin leggur áherslu á, ef til kemur, að umgengni á svæðinu verði ávallt til fyrirmyndar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.