Minkaveiðar við Jökulsá á Dal

Málsnúmer 201601076

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 38. fundur - 13.01.2016

Erindi innfært 07.01.2016 þar sem Veiðifélag Jökulsár á Dal óskar eftir stuðningi Fljótsdalshéraðs við minkaveiðar við Jökulsá á Dal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Umhverfis- og framkvæmdanefnd frestar afgreiðslu málsins, nefndin samþykkir að fela starfsmanni að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir næsta reglulega fund nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.