Fjárfestinga- og viðhaldsáætlun 2013-2019 fyrir Safnahúsið

Málsnúmer 201311017

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 51. fundur - 12.11.2013

Fyrir liggur fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Safnahússins á Egilsstöðum fyrir árin 2013-2019. Áætlunin hefur verið tekin fyrir af stjórnum Minjasafns Austurlands og Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Menningar- og íþróttanefnd er stjórn Bókasafns Héraðsbúa.

Menningar- og íþróttanefnd fagnar áætluninni. Viðhald safnahússins hefur lengi verið vanrækt af eigendum hússins, sem eru sveitarfélögin á Austurlandi. Nefndin leggur áherslu á að viðhald safnahússins verði í samræmi við áætlunina svo söfnin nái að standast þær kröfur sem gerðar eru til starfsemi þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 187. fundur - 20.11.2013

Fyrir liggur fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Safnahússins á Egilsstöðum fyrir árin 2013-2019. Áætlunin hefur verið tekin fyrir af stjórnum Minjasafns Austurlands og Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Menningar- og íþróttanefnd er stjórn Bókasafns Héraðsbúa.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd og fagnar áætluninni. Viðhald safnahússins hefur lengi verið vanrækt af eigendum hússins, sem eru byggðasamlög stofnuð af sveitarfélögum á Austurlandi. Lögð er áhersla á að viðhald safnahússins verði í samræmi við áætlunina svo söfnin nái að standast þær kröfur sem gerðar eru til starfsemi þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs - 325. fundur - 11.01.2016

Lögð fram yfirlýsing frá sameiginlegum fundi stjórna Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Minjasafns Austurlands, dags. 11.12. 2015, þar sem fram kemur að samþykkt er að framkvæmdatími vegna samnings um 30 millj. kr. framlag Fljótsdalshéraðs til endurbóta og viðhalds á Safnahúsinu á árunum 2014 og 2015 verði framlengdur til áranna 2016 og 2017. Gerður er þó fyrirvari varðandi það að hve miklu leyti samningurinn hafi verið uppfylltur nú þegar og er í því sambandi óskað eftir nánari sundurliðun á útgjaldaliðum vegna viðhalds í húsnæðinu á árunum 2014 og 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með að fyrir liggur sameiginlegur skilningur varðandi stærri framkvæmdir í húsnæðinu og felur bæjarstjóra að koma á framfæri umbeðnum upplýsingum um leið og unnt verður.