Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs

51. fundur 12. nóvember 2013 kl. 16:30 - 20:00 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Páll Sigvaldason formaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Guðríður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Árni Ólason aðalmaður
  • Anna Alexandersdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson menningar- og frístundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltúi

1.Verkefnastjóri sviðslista

Málsnúmer 201205049

Fyrir liggur að ráðningasamningur við verkefnisstjóra sviðslista hjá Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs rennur úr um áramótin. Núverandi verkefnisstjóri sviðslista hefur jafnframt ákveðið að óska ekki eftir áframhaldandi starfi. Menningar- og íþróttanefnd felur forstöðumanni Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs í samstarfi við menningar- og íþróttafulltrúa að auglýsa eftir verkefnissjóra sviðslista í 50% starf, laust til umsóknar frá og með næstu áramótum, að því gefnu að áfram komi fjármagn til menningarmiðstöðvarinnar í gegnum menningarsamning ríkis og sveitarfélaga.

Á fundinn undir þessum sat Halldór Waren, forstöðumaður menningarmiðstöðvarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Aðalfundur SSA 2013

Málsnúmer 201308064

Fyrir liggja til kynningar ályktanir síðasta aðalfundar SSA er varða menningar- og íþróttamál.

3.Beiðni um styrk fyrir árið 2014

Málsnúmer 201310131

Fyrir liggur bréf frá Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands, dagsett 21. október 2013, þar sem leitað er eftir fjárstuðningi, eins og undanfarin ár, til reksturs sambandsins.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að styrkja UÍA, eins og undanfarin ár.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Beiðni um styrk vegna framkvæmda við Tungubúð

Málsnúmer 201310040

Fyrir liggur bréf frá sóknarnefnd Kirkjubæjarsóknar, dagsett 7. október 2013, þar sem óskað er eftir styrk til að fjármagna viðhald á félagsheimilinu Tungubúð.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að styrkja verkefnið á þeim forsendum að ungmennafélag og kvenfélag sveitarinnar eru aðilar að rekstri hússins, um kr. 40.000, sem takist af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Húsnæðismál Skátafélags Héraðsbúa

Málsnúmer 201310037

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 8. október 2013, undirritaður af Margréti K. Sigbjörnsdóttur og Þórdísi Kristvinsdóttur f.h. Skátafélagsins Héraðsbúa varðandi húsnæðismál skátafélagsins.

Menningar- og íþróttanefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu en felur starfsmanni að ræða við bréfritara um málið. Jafnframt verði unnið að því að þegar núgildandi samningur rennur út verði fundin lausn á húsnæðismálum skátanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Umsókn um styrk vegna bogfimiæfinga

Málsnúmer 201305167

Fyrir liggur bréf dagsett 16. maí 2013, undirritað af Bjarna Þór Haraldssyni f.h. Skotfélags Austurlands, vegna beiðni um styrk til bogfimiæfinga félagsmanna í íþróttahúsinu í Fellabæ.

Menningar- og íþróttanefnd tekur vel í erindið en felur starfsmanni að funda með fulltrúa félagsins til að fá betri upplýsingar um aldursdreifingu iðkenda. Formanni og starfsmanni falið að ganga frá málinu í framhaldinu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Skíðafélagið í Stafdal - ósk um afnot af íþróttamiðstöð

Málsnúmer 201310013

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 3. október 2013, frá Magnúsi Baldri Kristjánssyni, f.h. Skíðafélagsins í Stafdal, um afnot af íþróttahúsum sveitarfélagsins fyrir iðkendur skíðafélagsins.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að styrkja skíðafélagið með afnotum af sal í kjallara íþróttamiðstöðvarinnar allt að 32 tímum á starfsári skíðafélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Snorraverkefnið / beiðni um stuðning við verkefnið árið 2014

Málsnúmer 201311020

Fyrir liggur umsókn frá Snorrasjóði, dagsett 4. nóvember 2013, með ósk um styrk til Snorraverkefnis. Verkefnið gerir m.a. ráð fyrir mótttöku og starfsþjálfun einstaklings af íslenskum ættum í Norður-Ameríku.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að stykja Snorraverkefnið með kr. 50.000 framlagi árið 2014 og að taka við einstaklingi af íslenskum ættum í Norður-Ameríku í starfsþjálfun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Ósk um endurskoðun á samningi við Hött rekstrarfélag

Málsnúmer 201311004

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 3. nóvember 2013, undirritaður af Óttari Ármannssyni f.h. Hattar rekstrarfélags, þar sem óskað er eftir hækkun á upphæð samnings HR og Fljótsdalshéraðs, frá desember 2012.

Menningar- og íþróttanefnd telur sér ekki fært að verða við erindinu vegna þess hve það kemur seint og vinnu við gerð fjárhagsáætlunar er lokið. Nefndin felur formanni og starfsmanni að ræða við formann Hattar rekstrarfélags um málið.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Fjárfestinga- og viðhaldsáætlun 2013-2019 fyrir Safnahúsið

Málsnúmer 201311017

Fyrir liggur fjárfestinga- og viðhaldsáætlun Safnahússins á Egilsstöðum fyrir árin 2013-2019. Áætlunin hefur verið tekin fyrir af stjórnum Minjasafns Austurlands og Héraðsskjalasafns Austfirðinga. Menningar- og íþróttanefnd er stjórn Bókasafns Héraðsbúa.

Menningar- og íþróttanefnd fagnar áætluninni. Viðhald safnahússins hefur lengi verið vanrækt af eigendum hússins, sem eru sveitarfélögin á Austurlandi. Nefndin leggur áherslu á að viðhald safnahússins verði í samræmi við áætlunina svo söfnin nái að standast þær kröfur sem gerðar eru til starfsemi þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Fundargerð Minjasafns Austurlands, 11.október 2013

Málsnúmer 201310056

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands, frá 11. október 2013. Þar kemur m.a. fram að stjórn Minjasafnsins telur að eignarhaldi Safnahússins sé best fyrir komið með þeim hætti að Fljótsdalshérað eignist húsið og leggur til að samningur þar um verði lagður fyrir eigendur sem fyrst.

12.Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs: Ósk um endurnýjun samnings

Málsnúmer 201310038

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 8. október 2013, frá Stefáni Sigurðssyni, f.h. Golfklúbbs Fljótsdalshéraðs, þar sem óskað er eftir endurnýjun samstarfssamnings milli golfklúbbsins og Fljótsdalshéraðs.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að fresta málinu til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Samningur um rekstur skíðasvæðis í Stafdal ásamt viðauka

Málsnúmer 201111151

Fyrir liggja til kynningar drög að samningi milli Skíðafélagsins í Stafdal annars vegar og Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hins vegar.

14.Staða samninga sem menningar- og íþróttanefnd kemur að

Málsnúmer 201310015

Menningar- og íþróttanefnd felur starfsmanni að kanna áhuga UMF Ássins og UMF Þristsins á endurnýjun samninga frá og með næstu áramótum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Starfsáætlun menningar- og íþróttanefndar fyrir 2014

Málsnúmer 201309072

Menningar- og íþróttanefnd felur formanni og starfsmanni að gera drög að starfsáætlun enfdarinnar og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.Styrktarsjóður EBÍ 2013

Málsnúmer 201306056

Fyrir liggur að sveitarfélagið hefur fengið styrk frá Eignarhaldsfélagi Brunbótafélags Íslands til hönnunar og undirbúnings sýningar með áherslu á Lagarfljótsorminn og umhverfi hans. Sveitarfélagið hefur jafnframt fengið styrk frá Alcoa til sama verkefnis.

Lagt fram til kynningar.

17.Umsókn um styrk vegna æskulýðsstarfsemi Freyfaxa

Málsnúmer 201310089

Fyrir liggur umsókn, dagsett 22. október 2013, undirrituð af Ellen Thamdrup, f.h. Freyfaxa, um styrk til æskulýðsstarfsemi árið 2014 á vegum Freyfaxa. Jafnframt fylgir með ítarleg starfsskýrsla um æskulýðsstarfsemi Freyfaxa árið 2013.

Málinu frestað næsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

18.Úttekt á framkvæmd menningarsamninga 2011-2013

Málsnúmer 201310114

Fyrir liggur til kynningar úttekt á framkvæmd menningarsamninga ríkisins og sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins árin 2011-2013.

Í úttektinni kemur fram að framkvæmd menningarsamningsins á Austurlandi fær hæstu einkunn allra landshlutabundinna menningarsamninga, eða alls 93%. Í samantekt matsins segir m.a.: "Ekki kemur á óvart að það svæði sem býr yfir mestri reynslu og þekkingu nái hæstu einkunn í samræmdu mati ráðgjafa. Austurland er þroskaðasta svæðið og hefur náð lengst í að þróa og útfæra sín verkefni."

Menningar- og íþróttanefnd fagnar þessari niðurstöðu og er sammála því sem fram kemur í matinu um ágæti menningarsamningsins á Austurlandi og samstarfs sveitarfélaganna um þau mál.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

19.Starfsemi félagsheimilanna

Málsnúmer 201201262

Fyrir liggja drög að samningi um félagsheimilið Arnhólsstöðum, frá starfshópi sveitarfélagsins um málið.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að starfshópurinn klári gerð samningsins við Kvenfélag Skriðdæla.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

20.Ormsteiti 2013

Málsnúmer 201308067

Fyrir liggur ósk frá fráfarandi framkvæmdastjóra Ormsteitis um viðbótarfjármagn vegna uppgjörs á hátíðinni 2013.

Menningar og íþróttanefnd leggur til að veitt verði viðbótarfjármagni til Ormsteitis 2013 sem var 20 ára afmælisár hátíðarinnar. Menningar og íþróttanefnd er sammála um að hátíðin í núvernandi mynd er of umfangsmikil miðað við það fjármagn sem veitt er til hennar. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmd Ormsteitis árið 2014 verði í samræmi við það fjármagn sem hátíðin fær.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

21.Málefni Reiðhallar

Málsnúmer 201309112

Menningar og íþróttanefnd vekur athygli á að áætluð kaup sveitarfélagsins á reiðhöllinni á Iðavöllum eru þvert á áherslur nefndarinnar í uppbyggingarmálum. Nefndin leggur áherslu á að áformin hafi ekki áhrif á núverandi forgangsröðun hennar.

Samþykkt með fjórum atkvæðum (PS, AA, HÞ, ÁÓ) en einn sat hjá (GG).

Fundi slitið - kl. 20:00.