Beiðni um styrk vegna framkvæmda við Tungubúð

Málsnúmer 201310040

Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs - 51. fundur - 12.11.2013

Fyrir liggur bréf frá sóknarnefnd Kirkjubæjarsóknar, dagsett 7. október 2013, þar sem óskað er eftir styrk til að fjármagna viðhald á félagsheimilinu Tungubúð.

Menningar- og íþróttanefnd samþykkir að styrkja verkefnið á þeim forsendum að ungmennafélag og kvenfélag sveitarinnar eru aðilar að rekstri hússins, um kr. 40.000, sem takist af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs - 187. fundur - 20.11.2013

Fyrir liggur bréf frá sóknarnefnd Kirkjubæjarsóknar, dagsett 7. október 2013, þar sem óskað er eftir styrk til að fjármagna viðhald á félagsheimilinu Tungubúð.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu menningar- og íþróttanefndar samþykkir bæjarstjórn að styrkja verkefnið um kr. 40.000, á þeim forsendum að ungmennafélag og kvenfélag sveitarinnar eru aðilar að rekstri hússins. Styrkurinn takist af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.