Fyrir liggja niðurstöður vefkönnunar sem gerð var meðal íbúa Héraðsins í mars 2013 um Ormsteitið.
Menningar- og íþróttanefnd óskar eftir að stjórn Ormsteitis mæti á næsta fund nefndarinnar og geri grein fyrir stöðu og framkvæmd verkefnisins í sumar og áformum vegna þess fyrir 2014.
Á fundinn undir þessum lið sátu úr stjórn Ormsteitis þau Jónas Þór Jóhannsson, Halldór Waren og gerðu ásamt Guðríði Guðmundsdóttur grein fyrir stöðu og framkvæmd verkefnisins í sumar og áformum vegna þess fyrir 2014.
Það er samdóma mat stjórnarmanna að síðasta Ormsteiti hafi gengið vel og aðstókn verið góð. Þátttaka stofnana, félga og fyrirtækja í sveitarfélaginu hefði þó mátt vera meiri.
Fram kom að Guðríður Guðmundsdóttir, sem gengt hefur starfi framkvæmdastjóra Ormsteitis síðustu 5 ár, hafi ákveðið að hætta störfum.
Menningar og íþróttanefnd felur starfsmanni að óska eftir fundi með hagsmunaaðilum um framkvæmd hátíðarinnar.
Á fundi menningar- og íþróttanefndar sátu úr stjórn Ormsteitis Jónas Þór Jóhannsson og Halldór Waaren ásamt Guðríði Guðmundsdóttur og gerðu grein fyrir stöðu og framkvæmd verkefnisins í sumar og áformum vegna þess fyrir 2014. Það er samdóma mat stjórnarmanna að síðasta Ormsteiti hafi gengið vel og aðsókn verið góð. Þátttaka stofnana, félaga og fyrirtækja í sveitarfélaginu hefði þó mátt vera meiri. Fram kom að Guðríður Guðmundsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Ormsteitis síðustu 5 ár, hefur ákveðið að hætta störfum.
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn þakkar Guðríði Guðmundsdóttur vel unnin störf í þágu hátíðarinnar á undanförnum árum. Bæjarstjórn tekur undir með menningar- og íþróttanefnd og felur starfsmanni að óska eftir fundi með hagsmunaaðilum um framtíð og framkvæmd hátíðarinnar.
Fyrir liggur ósk frá fráfarandi framkvæmdastjóra Ormsteitis um viðbótarfjármagn vegna uppgjörs á hátíðinni 2013.
Menningar og íþróttanefnd leggur til að veitt verði viðbótarfjármagni til Ormsteitis 2013 sem var 20 ára afmælisár hátíðarinnar. Menningar og íþróttanefnd er sammála um að hátíðin í núvernandi mynd er of umfangsmikil miðað við það fjármagn sem veitt er til hennar. Nefndin leggur áherslu á að framkvæmd Ormsteitis árið 2014 verði í samræmi við það fjármagn sem hátíðin fær.
Fyrir liggur ósk frá fráfarandi framkvæmdastjóra Ormsteitis um viðbótarfjármagn vegna uppgjörs á hátíðinni 2013. Um er að ræða 600 þúsund krónur
Eftirfarandi tillaga lögð fram: Bæjarstjórn leggur áherslu á að framkvæmd Ormsteitis árið 2014 verði í samræmi við það fjármagn sem hátíðin fær í styrki og tekjur. Varðandi ósk um viðbótarfjármagn samþykkir bæjarstjórn að vísa þeirri beiðni til bæjarráðs til frekari skoðunar.
Menningar- og íþróttanefnd óskar eftir að stjórn Ormsteitis mæti á næsta fund nefndarinnar og geri grein fyrir stöðu og framkvæmd verkefnisins í sumar og áformum vegna þess fyrir 2014.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.