Menningar- og íþróttanefnd Fljótsdalshéraðs

50. fundur 08. október 2013 kl. 16:30 - 19:30 á bæjarskrifstofu á Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Páll Sigvaldason formaður
  • Helga Þórarinsdóttir aðalmaður
  • Guðríður Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Óðinn Gunnar Óðinsson menningar- og frístundafulltrúi
  • Anna Alexandersdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Óðinn Gunnar Óðinsson atvinnu-, menningar- og íþróttafulltúi

1.Ormsteiti 2013

Málsnúmer 201308067Vakta málsnúmer

Á fundinn undir þessum lið sátu úr stjórn Ormsteitis þau Jónas Þór Jóhannsson, Halldór Waren og gerðu ásamt Guðríði Guðmundsdóttur grein fyrir stöðu og framkvæmd verkefnisins í sumar og áformum vegna þess fyrir 2014.

Það er samdóma mat stjórnarmanna að síðasta Ormsteiti hafi gengið vel og aðstókn verið góð. Þátttaka stofnana, félga og fyrirtækja í sveitarfélaginu hefði þó mátt vera meiri.

Fram kom að Guðríður Guðmundsdóttir, sem gengt hefur starfi framkvæmdastjóra Ormsteitis síðustu 5 ár, hafi ákveðið að hætta störfum.

Menningar og íþróttanefnd felur starfsmanni að óska eftir fundi með hagsmunaaðilum um framkvæmd hátíðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Almenningsbókasöfn - mikilvægur fjársjóður til framtíðar

Málsnúmer 201309165Vakta málsnúmer

Á fundinn undur þessum lið sat Jóhanna Hafliðadóttir, forstöðumaður Bókasafns Héraðsbúa og gerði grein fyrir málþinginu "Almenningsbókasöfn - mikilvægur fjársjóður til framtíðar", sem hún sat nýlega. Jóhönnu var síðan þökkuð kynningin.

Menningar- og íþróttanefnd felur forstöðumanni safnsins, í samstarfi við menningar og íþróttafulltrúa að gera viðhorfskönnun meðal notenda bókasfnsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201302034Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi nefndarinnar var fjallað um gæslumál í búningsklefum á skólatíma í íþróttahúsinu á Egilsstöðum.

Menningar- og íþróttanefnd leggur áherslu á að fundin sé varanleg lausn þannig að gæsla í búningsklefum á skólatíma, í íþróttahúsinu á Egilslstöðum, sé fullnægjandi. Því leggur nefndin til að veitt verði viðbótarfjármagni til þessa sem nemi kr. 945 þúsund fyrir árið 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Áætlun fagráðs um helstu verkefni MMF ári 2014

Málsnúmer 201309168Vakta málsnúmer

Fyrir liggur áætlun fagráðs Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs frá 27. september 2013 um helstu verkefni MMF árið 2014.

Lagt fram til kynningar.

5.Samþykktir fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 201309169Vakta málsnúmer

Samþykktir fyrir Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs á að endurskoða haustið 2013, eins og fram kemur í þeim.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að samþykktirnar gildi áfram en verði teknar til endurskoðunar haustið 2014.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Samstarf um uppbyggingu og rekstur skíðasvæðis

Málsnúmer 201309111Vakta málsnúmer

Bréf frá bæjarstjórum Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Fjarðabyggðar til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um uppbyggingu og markaðssetningu skíðasvæðanna í Oddskarði og Stafdals, lagt fram til kynningar.

7.Beiðni um styrk vegna Karnivals dýranna

Málsnúmer 201309151Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 20. september 2013, frá Daníel Arasyni, f.h. Tónlistarskólans á Egilsstöðum með beiðni um styrk vegna flutnings á Karnival dýranna 8. nóvember n.k.

Menningar- og íþróttanefnd leggur til að verkefnið verði styrkt um kr. 30.000 sem tekið verði af lið 05.89.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Starfsáætlun menningar- og íþróttanefndar fyrir 2014

Málsnúmer 201309072Vakta málsnúmer

Menningar og íþróttanefnd felur formanni og starfsmanni að undirbúa starfsáætlun nefndarinnar og leggja fyrir næsta fund.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Fundargerð vallaráðs 23. 9. 2013

Málsnúmer 201310005Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð vallaráðs frá 23. september 2013.

Menningar- og íþróttanefnd fagnar því hversu vel hefur tekist til í sumar með umhirðu íþróttavallanna.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Fundargerð Minjasafns Austurlands frá 5. september 2013

Málsnúmer 201309077Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar fundargerð stjórnar Minjasafns Austurlands frá 5. september 2013.

Lagt fram til kynningar.

11.Þinggerð og tillögur frá þingi UÍA sem haldið var 14. apríl 2013

Málsnúmer 201309027Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar þinggerð og tillögur frá þingi UÍA sem haldið var 14. apríl 2013.

Lagt fram til kynningar.

12.Skíðafélagið í Stafdal - ósk um afnot af íþróttamiðstöð

Málsnúmer 201310013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tölvupóstur, dagsettur 3. október 2013, frá Magnúsi Baldri Kristjánssyni, f.h. Skíðafélagsins í Stafdal, um afnot af íþróttahúsum sveitarfélagsins fyrir iðkendur skíðafélagsins.

Málinu frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Kaup á öllum líkamsræktartækjum Héraðsþreks

Málsnúmer 201310014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bréf, dagsett 2. október 2013, frá Fjólu Margréti Hrafnkelsdóttur, f.h. óstofnaðs félags, þar sem óskað er eftir kaupum á öllum líkamsræktartækjum Héraðsþreks vegna áforma um opnun heilsuræktar á Egilsstöðum.

Menningar- og íþróttanefnd hugnast ekki að selja líkamsræktartæki Héraðsþreks.

Samþykkt með þremur atkvæðum (PS, HÞ, AA) en einn sat hjá (GG).

14.Fjármál 2013

Málsnúmer 201301002Vakta málsnúmer

Skíðafélagið í Stafdal hefur sent uppsögn á samningi um rekstur skíðasvæðisins í Stafdal.
Í bókun bæjarráðs frá 11.9. 2013 segir: "Bæjarráð tekur fram að í uppsagnarbréfinu koma fram allmargar rangfærslur um fyrri samskipti aðila og ákvæði gildandi samnings. Bæjarráð ítrekar að gildandi samningur hefur verið efndur að fullu af hálfu sveitarfélagsins. Bæjarráð lýsir áhuga á því að gera nýjan samning við SKÍS og Seyðisfjarðarkaupstað um rekstur skíðasvæðisins, en vísar málinu að öðru leyti til meðferðar hjá menningar- og íþróttanefnd."

Menningar- og íþróttanefnd felur formanni og starfsmanni að vinna að málinu í samstarfi við fulltrúa Seyðisfjarðarkaupstaðar og SKÍS.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Staða samninga sem menningar- og íþróttanefnd kemur að

Málsnúmer 201310015Vakta málsnúmer

Samningar sem eru útrunnir eða renna út á þessu ári og tengjast málaflokkum menningar- og íþróttanefndar:
Arnhólsstaðir mars 2012, Iðavellir maí 2012, Hjaltalundur júní 2011, Golfklúbburinn sept 2013, UMF Ásinn sept 2013, UMF Þristurinn sept 2013, Menningarráð/ SSA/ríkið 31. des 2013.

Málinu frestað til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 19:30.